fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fókus

Laufey sökuð um dýraníð á TikTok

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 11. janúar 2021 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laufey Ebba, ein vinsælasta íslenska stjarnan á samfélagsmiðlinum TikTok, hefur verið sökuð um dýraníð eftir að myndband af henni ásamt hundinum sínum komst í dreifingu.

Um er að ræða klippu úr beinni útsendingu á vegum Laufeyjar á samfélagsmiðlinum. Í klippunni er Laufey ásamt vini sínum og annarri íslenskri stjörnu í TikTok-heiminum, Elvari Fossdal. „Já eða nei?“ spyr Laufey en spurningin varðar hvort hún eigi að láta hundinn sinn, sem hvílir á fætinum hennar, detta á gólfið inni hjá sér. „Do it,“ eða „gerðu það“ segir Elvar og Laufey færir sig frá svo hundurinn dettur.

Ekki allir sammála að um dýraníð sé að ræða

Eins og áður segir er þessi klippa í mikilli dreifingu en henni var meðal annars dreift inn á Facebook-hópinn Nafngreinum og myndbirtum dýraníðingana!. „Laufey Ebba á TikTok póstaði videoi af sjálfri sér spyrja eitthvern hvort hún ætti að láta hundinn detta í gólfið, hún gerir það og hlær þegar maður heyrir í hundinum væla eftir að hafa lent á gólfinu,“ segir konan sem deildi klippunni í hópinn. „Hún eyddi videoinu en þetta er ógeðslegt að sjá.“

Ljóst er að margir meðlimir hópsins fundu fyrir reiði þegar þeir sáu klippuna. „Sjúkt. Ekkert annað en dýraníð,“ segir einn meðlimur hópsins. „Siðblinda,“ segir annar.

Þó eru ekki allir á sama máli, það er að segja hvort að um dýraníð sé að ræða. „Takið þetta af síðunni þetta er ekki einu sinni dýraníð,“ segir einn. Annar meðlimur hópsins tekur undir. „Ekkert dýraníð! Hvergi í þessu videoi! HVERGI! Það er hreinlega verið að reyna eyðileggja orðspor þessara konu því hún er að hjálpa börnum með neteinelti og einelti og stendur upp fyrir fólki. Mannleg mistök gerast! En þetta… þetta er ekkert dýraníð!“

Hefur fengið ógrynni af hatursskilaboðum

Laufey Ebba hefur nú sjálf stigið fram og talað um klippuna sem um ræðir. „Ég vil fá að ávarpa aðeins þetta myndband sem er í dreifingu af mér,“ segir Laufey í myndbandi sem hún birti á TikTok-síðu sinni. „Myndbandið er klippt þannig að það lúkkar eins og mér sé alveg sama og ég hlægji bara. En hefði teipið rúllað aðeins lengur þá sést að ég segi: „Fyrirgefðu elsku ástin mín þetta átti ekki að vera svona fast“, því þetta átti ekki að vera svona fast.“

Laufey segir síðan frá því sem hefur gerst eftir að myndbandið fór í dreifingu. „Síðasta hálfa sólarhringinn hef ég verið að fá ógrynni af hatursskilaboðum þar sem ég er kölluð öllum illum nöfnum. Ég tek málefnalegri gagnrýni fagnandi en þetta hefur farið út fyrir öll velsæmismörk þar sem bæði er ráðist á mig og alla í kringum mig.“

Þrátt fyrir að mikið af skilaboðunum sem Laufey hefur fengið séu ljót þá eru þau ekki öll svoleiðis. „Ég hef einnig fengið hvatningarskilaboð úr ótrúlegustu áttum og fyrir það er ég ótrúlega þakklát. Ég mun að sjálfsögðu halda áfram að deila með ykkur úr lífinu en núna þarf ég aðeins að jafna mig og stíga til baka og anda inn í þetta. Ég vil minna á það sem ég hef oft sagt, það er allt miklu betra ef við erum bara næs. Við erum öll mannleg og við gerum öll mistök.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Harry óttast útskúfun frá Bretlandi þegar Vilhjálmur tekur við völdum

Harry óttast útskúfun frá Bretlandi þegar Vilhjálmur tekur við völdum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þess vegna fjaraði samband Paltrow og Pitt út – Hún var rík og fáguð, hann hafði starfað sem kjúklingur

Þess vegna fjaraði samband Paltrow og Pitt út – Hún var rík og fáguð, hann hafði starfað sem kjúklingur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rebel Wilson í hatrömmum deilum í tengslum við fyrsta leikstjórnarverkefnið – „Algjörir fávitar“

Rebel Wilson í hatrömmum deilum í tengslum við fyrsta leikstjórnarverkefnið – „Algjörir fávitar“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Skrúfar fyrir fjárhagsstuðning við fjölskylduna – „Ég er ekki „velferðarþjónusta“

Skrúfar fyrir fjárhagsstuðning við fjölskylduna – „Ég er ekki „velferðarþjónusta“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kynlífsathöfnin sem Gwyneth Paltrow elskaði með Affleck afhjúpuð

Kynlífsathöfnin sem Gwyneth Paltrow elskaði með Affleck afhjúpuð
Fókus
Fyrir 6 dögum

Skellur fyrir hertogahjónin – Netflix telur ekkert meira á þeim að græða

Skellur fyrir hertogahjónin – Netflix telur ekkert meira á þeim að græða