fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
433Sport

Salah leggur sitt af mörkum í Covid-19 baráttunni í heimalandi sínu

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 9. janúar 2021 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohamed Salah, framherji Liverpool, leggur hönd á plóg hvað Covid-19 baráttuna í Egyptalandi varðar.

Nú á dögunum bárust af því fréttir að einstaklingar, veikir af Covid-19, væru að láta lífið í Egyptalandi vegna skorts á súrefni. Salah var fljótur að bregðast við og sá til þess að súrefniskútum var komið til Egyptalands í flýti.

„Salah og fjölskylda hans hafa gefið súrefniskúta til Basyoun spítalans til þess að hjálpa einstaklingum sem glíma við Covid-19 í Nagrig,“ sagði Hassan Bakr, framkvæmdastjóri Nagrig Charity Association, góðgerðasamtaka sem Salah kom á laggirnar árið 2017.

Salah er sjálfur frá bænum Nagrig í norðvestur hluta Egyptalands og hefur í gegnum tíðina nýtt sér stöðu sína til þess að hjálpa til með ýmsum góðverkum í Egyptalandi.

GettyImages
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Skoða framtíð Maguire og Shaw hjá félaginu

Skoða framtíð Maguire og Shaw hjá félaginu
433Sport
Í gær

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað
433Sport
Í gær

Í fangelsi fram að jólum en gæti þá farið strax inn á völlinn – Játaði að bera ábyrgð á dauðaslysi

Í fangelsi fram að jólum en gæti þá farið strax inn á völlinn – Játaði að bera ábyrgð á dauðaslysi
433Sport
Í gær

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar
433Sport
Fyrir 2 dögum

United staðfestir brottförina

United staðfestir brottförina