fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Bónorðið fór algjörlega úr böndunum – Kalla þurfti björgunarsveitir út

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 1. janúar 2021 10:30

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bónorðið fór heldur betur úrskeiðis hjá 27 ára austurrískum karlmanni fyrr í vikunni þegar hann fór niður á skeljarnar og bað 32 ára unnustu sína, sem einnig er austurrísk, um að giftast sér. Þetta rómantíska bónorð bar hann upp á toppi fjallsins Falkert í Carinthia í Austurríki.

Ljósi punkturinn í þessu öllu er að unnustan sagði já en hún hafði varla sleppt orðinu þegar hún rann í snjónum á toppi fjallsins og í átt að brúninni. Unnustinn reyndi auðvitað að koma henni til aðstoðar en það var til lítils því hann rann sömu leið og hún og bæði fóru þau fram af brúninni.

Kronen Zeitung, Bild og fleiri fjölmiðlar skýra frá þessu. Fram kemur að þau hafi bæði hrapað 15 metra áður en þau lentu. Þar náði maðurinn taki á kletti og ríghélt sér í hann. En konan var ekki svo heppin og rann tæplega 200 metra niður eftir snævi þaktri hlíðinni. Hún staðnæmdist að lokum við vatn og var þá nærri meðvitundarlaus.

Björgunarsveitir voru að sjálfsögðu kallaðar út til aðstoðar. Lögreglumaður, sem stýrði aðgerðum á vettvangi, sagði að hin verðandi hjón hafi verið mjög heppin. Bæði hafi þau hrapað 15 metra í frjálsu falli, ef ekki hefði verið svona mikill snjór hefði þetta líklega farið mjög illa.

Frá slysstað. Mynd:Alpin-1/Facebook

Það var fjallgöngumaður sem fann konuna og kallaði eftir aðstoð. Þyrla var send á vettvang og voru hin verðandi hjón flutt á sjúkrahús. Þau sluppu ótrúlega vel frá þessu og meiðsli þeirra teljast minni háttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið