fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Fókus

Biðst afsökunar á myndbirtingunni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 29. desember 2020 16:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Halsey baðst afsökunar á Twitter í gær fyrir að hafa birt mynd af sér frá því að hún var að glíma við átröskun.

Það er búið að vera „trend“ í gangi á samfélagsmiðlum, þar sem stjörnur og áhrifavaldar gefa aðdáendum sínum tækifæri til að biðja um ákveðnar myndir. Til dæmis mynd af manneskjunni gera eitthvað ákveðið, mynd af henni frá einhverjum tímapunkti í lífi þeirra og svo framvegis. Íslenskir áhrifavaldar eins og Manuela Ósk hafa tekið þátt í trendinu.

Halsey ákvað að taka þátt og bað einn aðdáandi hennar um mynd af henni þar sem henni leið sem verst. Halsey birti mynd frá því að hún var að glíma við átröskun og á myndinni er hún ber að ofan og stendur á hlið.

Með myndinni skrifaði hún: „TW: ED, ask for help“. TW stendur fyrir „trigger warning“ og ED stendur fyrir „eating disorder“.

Myndbirtingin var harðlega gagnrýnd og eyddi Halsey myndinni. Hún var þá helst gagnrýnd fyrir að birta myndina án þess að vara almennilega við henni fyrst. Netverjar voru ósáttir að hún hafi ekki sett TW á undan myndinni, heldur með myndinni. Þar af leiðandi gat fólk ekki valið um að sleppa við að sjá myndina. Svona myndir geta verið „triggerandi“ fyrir fólk sem glímir við átröskun eða er í bata frá átröskun.

Halsey baðst afsökunar í gær og sagðist ekki hafa ætlað sér neitt illt með myndbirtingunni.

„Ég var mjög kvíðin að birta myndina og ég hugsaði þetta ekki út til enda. Ég meinti vel. Ég myndi aldrei vilja særa einhvern sem glímir við það sama og ég,“ sagði hún.

Halsey sagðist ætla að taka sér pásu frá samfélagsmiðlum til vinna úr þessu.

„Þetta er orðið að einhverju sem ég get ekki ráðið við, andlega, og ég ætla að taka mér pásu. Ég vona að það sé í lagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus
Fókus
Fyrir 4 dögum

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jói dans selur á Seltjarnarnesi

Jói dans selur á Seltjarnarnesi