fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
433Sport

Talið að ölvun og talsmáti Jóns Þórs kosti hann starfið – Niðrandi ummæli féllu fyrir framan alla

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 4. desember 2020 23:39

Jón Þór þegar hann var ráðinn til starfa í lok árs 2018.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því er haldið fram á vef Morgunblaðsins að líkur séu á því að Jóni Þóri Haukssyni verði vikið úr starfi landsliðsþjálfara kvenna eftir framkomu hans í vikunni. „Í fögnuði um kvöldið var áfengi haft um hönd og þá komu upp atvik. Jón Þór Hauksson þjálfari íslenska liðsins var undir áhrifum áfengis og þótti hafa farið yfir strikið í samræðum við leikmenn sem sumar voru í uppnámi,“ skrifaði Hafliði Breiðfjörð í grein á Fótbolta.net í dag.

Meira:
Landsliðsþjálfari Íslands sagður hafa verið ölvaður og farið yfir strikið þegar hann ræddi við stelpurnar

Í grein Morgunblaðsins er sagt frá því að Jón Þór hafi talað á óviðeigandi hátt til leikmanna og sumir hafi fengið það óþvegið fyrir framan allan hópinn. „Sum þess­ara niðrandi um­mæla áttu sér stað fyr­ir fram­an all­an leik­manna­hóp­inn og snéru að getu leik­mann­anna;“ segir í frétt Morgunblaðsins.

Samkvæmt heimildum DV var einn leikmaður sem fékk að vita af því að hún væri aðeins í hópnum vegna þess hversu góð hún væri í hóp, geta hennar á knattspyrnuvellinum væri ekki ýkja merkileg.

Þá var einn allra besti leikmaður liðsins tekinn fyrir af Jóni samkvæmt sömu heimildum. Um er að ræða þrjá eða fjóra leikmenn landsliðsins samkvæmt heimildum DV sem fengu yfir sig fúkyrði frá ölvuðum þjálfaranum.

„Eft­ir því sem mbl.is kemst næst hef­ur al­var­leg­ur trúnaðarbrest­ur átt sér stað á milli þjálf­ar­ans og leik­manna­hóps­ins og því erfitt að sjá hvernig sam­starfið get­ur haldið áfram eft­ir þessa sorg­legu uppá­komu,“ segir í frétt eftir Bjarna Helgason á Morgunblaðinu.

Jón Þór kom liðinu inn á Evrópumótið með sigri á Ungverjalandi og eftir þann leik var fagnað. „ Ég tók þátt í að fagna okkar árangri og eftir á að hyggja voru það mistök. Ég hef rætt við hluta þeirra leikmanna sem ég átti þessi samtöl við og beðist afsökunar,“ segir Jón Þór í samtali við Hafliða Breiðfjörð á Fótbolta.net.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tekur á sig launalækkun og hafnar því að fá yfir helmingi meira í Sádí

Tekur á sig launalækkun og hafnar því að fá yfir helmingi meira í Sádí
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Öflugur sigur hjá U16 ára landsliðinu

Öflugur sigur hjá U16 ára landsliðinu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Saliba efstur á óskalista Real Madrid í sumar – Skoða líka tvo miðjumenn sem spila á Englandi

Saliba efstur á óskalista Real Madrid í sumar – Skoða líka tvo miðjumenn sem spila á Englandi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

FH staðfestir komu Dags Fjeldsted frá Breiðablik – Hafa forkaupsrétt í lok tímabils

FH staðfestir komu Dags Fjeldsted frá Breiðablik – Hafa forkaupsrétt í lok tímabils
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Reyna að flýta stórleiknum vegna Eurovison

Reyna að flýta stórleiknum vegna Eurovison
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þekktur framhjáhaldari vakti athygli í flugi – Horfði á þætti þar sem mikið erum framhjáhald

Þekktur framhjáhaldari vakti athygli í flugi – Horfði á þætti þar sem mikið erum framhjáhald
433Sport
Í gær

Sex ensk stórlið hafa áhuga á sama framherjanum – Getur komið frítt í sumar

Sex ensk stórlið hafa áhuga á sama framherjanum – Getur komið frítt í sumar
433Sport
Í gær

Segja að Manchester United reyni aftur í sumar

Segja að Manchester United reyni aftur í sumar