fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

„Í einu vetfangi þá sýndum við fram á það að keisarinn var gjörsamlega allsber“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 4. desember 2020 20:00

Þórarinn Ævarsson Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA, hefur lengi barist fyrir lægra vöruverði hérlendis og er óhræddur við að taka slaginn. Í dag rekur hann pitsastað með sinni beittu hugmynda- fræði og leggur allt undir, ævisparnaðinn og húsið

 

Eftirfarandi er brot úr helgarviðtali við Þórarinn sem birtist í helgarblaði DV þann 27. nóvember.

Þrátt fyrir sterkar skoðanir á starfsmannamálum og neytendarétti telur Þórarinn að það sé ekki í framtíðinni að sækjast eftir því að verða verkalýðs- eða neytendaleiðtogi.

„Nei, ég hef mjög sterkar skoðanir á verkalýðshreyfingunni. Lengst framan af þá leit ég á þá sem samstarfsaðila. Frægt er það árið 2015 þegar kjarasamningar voru gerðir snemmsumars. Læknar fóru í verkföll og þeir náðu fram hörkusamningum. Svo var samið við almenna vinnumarkaðinn skömmu síðar. Og það verður allt vitlaust út af þessu. Atvinnurekendur hver um annan þveran og seðlabankastjóri lofa okkur tveggja stafa verðbólgu og að allt myndi fara í kaldakol.

Á sama tíma og þetta er að gerast er túristabylgjan að verða að alvöru. Virkileg aukning á milli ára. Krónan er að styrkjast gagnvart öllum helstu miðlum sem er líka gott fyrir allan innflutning og léttir á kröfunni um að hækka. Verðbólgan engin.

Þarna voru allir fulltrúar vinnuveitenda og seðlabankastjóri og ríkisstjórnin með rosalegan bölmóð um að þessi kjarahækkun hefði verið allt of há og allt myndi fara til helvítis.

Ég held það hafi svo verið 19. ágúst þegar tvennt gerist. Annars vegar að Seðlabankinn var með vaxtaákvörðunardag og hins vegar að IKEA kynnti nýjan vörulista. Seðlabankinn var með brjálæðislegan bölmóð og spáði mikilli hækkun á verðbólgu bara strax í desember. IKEA birti heilsíðuauglýsingu þar sem við auglýstum að við værum að lækka til heilsárs, engin ástæða væri til að hækka, verðbólgan væri ekki að fara af stað, krónan væri að styrkjast, atvinnustigið var hátt og inn flæddu túristar. Í einu vetfangi þá sýndum við fram á það að keisarinn var gjörsamlega allsber. Og ég segi þetta bara grjóthart: Við stoppuðum verðbólguna því verðbólgan er bara mannanna verk. Verðbólgan er ekki lögmál heldur afleiðing þess sem við gerum. Það var engin ástæða þarna fyrir hækkun. Þessi launahækkun var bara í samræmi við vöxtinn í efnahagnum.

Það var gengið á Má seðlabankastjóra, sem var eins og algjör auli þarna í sjónvarpsviðtölum og gat ekkert sagt nema að ég væri einhver draumóramaður. En eftir að þetta stóra fyrirtæki IKEA var búið að gera þetta þá gátu menn ekki annað en farið að lækka aftur.

Það sem hefur verið að gerast síðan er það að það hefur átt sér stað ákveðin hallarbylting í verkalýðshreyfingunni og inn eru komnir aðilar sem að sannarlega eru að berjast fyrir verkalýðinn og ég get tekið ofan fyrir Sólveigu Önnu með að það er ekkert að því að berjast fyrir hag þeirra sem lægstu launin hafa en það sem hún er að stinga upp á sem lausn í þessum málum, sósíalismi, það er fullreynt í yfir hundrað ár Það hefur hvergi gengið. Og orðræðan hún er sú að við séum öll að lepja dauðann úr skel nema einhverjir örfáir ríkisbubbar sem eru einhverjir auðvaldseigendur. En staðreyndin er sú að við búum á einu besta landi í heimi og það eru ekki mörg lönd í heiminum sem hafa það betra hvað varðar jöfnuð í tekjum, lífaldri, eða aðgangi að heilbrigði, svo dæmi séu tekin.“

Mynd/Ernir

Ekkert bananalýðveldi

Þórarinn segir að Ísland sé góður staður að búa á og tækifærin hér mörg.

„Við erum með óspilltari stjórnvöld heldur en flestir. Ég er ekki að segja að þetta sé fullkomið. En að láta eins og við búum í einhverju bananalýðveldi þar sem stór hluti þjóðarinnar séu öreigar sem eigi ekki til hnífs og skeiðar á meðan auðvaldið og atvinnurekendur séu upp til hópa glæpamenn – þetta er bara rangt. Að sjálfsögðu eru einhverjir helvítis hálfvitar inn á milli sem stela af starfsmönnum sínum. En ég neita að vera settur á bekk með þeim. Ég er búinn að leggja ævisparnaðinn undir þetta fyrirtæki mitt, ég er persónulega ábyrgur fyrir þeim lánum sem eru hér og ég fer á hausinn – missi húsið mitt – ef þetta gengur ekki upp. Ég neita að láta setja mig á bekk með einhverjum sakamönnum.

Íslenski draumurinn

Íslenski draumurinn er raunverulegur að mati Þórarins og sé hann sjálfur ágætis dæmi um það.

„Það er þannig enn þá með þetta ágæta land okkar að hér hefur fólk sem á ekki neitt, fleiri tækifæri en nokkurs staðar annars staðar. Ég er bara ágætis dæmi um það. Ég er bara einhver bakari og búinn að fá öll þau tækifæri sem ég hef unnið mér inn sjálfur. Það hefur enginn rétt mér neitt. Ég er ekki með neinar tengingar eða skyldur einum né neinum frægum eða ríkum. Bara venjulegur maður úr Kópavogi. Mamma afgreiddi í sjoppu. Það er þannig með fólk sem vinnur fyrir mig, þessa krakka hérna. Það er ekkert verið að fara í manngreinarálit, þau sem standa sig vel, mæta vel og eru heiðarleg hafa öll tækifæri sem eru í boði og það er enn þá þannig land sem við vinnum í.

Ég er byltingarmaður rétt eins og Sólveig Anna, ég vil bara bylta hlutunum öðruvísi en hún. Ég vil bylta þeim með því að opna möguleika fyrir fólk en ekki stýra fólki. Ég elska landið mitt. Ég tel okkur fáránlega heppin sem höfum fæðst hérna en það þýðir ekki að við getum ekki bætt það aðeins. Ég vil geta ferðast milli Akureyrar og Reykjavíkur og stoppað í greiðasjoppu á leiðinni án þess að þurfa að borga 350 krónur fyrir sódavatn. Væri ekki 200 kall bara miklu betra verð? Þá myndi ég líka fá mér pylsu og kannski Prins póló og bland í poka en í staðinn keyri ég bara beint fram hjá.“

 

Mynd/Ernir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun