fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Stelpurnar sýndu karakter í mikilvægum sigri á Slóvakíu

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 26. nóvember 2020 19:05

Sara Björk Gunnarsdóttir er fyrirliði Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið vann mikilvægan 1-3 sigur á því Slóvakíska í undankeppni EM. Íslenska liðið lenti undir í leiknum en náði að snúa stöðunni sér í hag og vinna leikinn. Sigurinn er mikilvægur sökum þess að íslenska liðið á enn þá góðan möguleika á að komast í lokakeppni EM.

Mária Mikolajova, kom Slóvökum yfir með marki eftir skot fyrir utan vítateig á 25. mínútu. Varnarleikur íslenska liðsins alls ekki sannfærandi.

Besta tækifæri Íslands í fyrri hálfleik kom á 42. mínútu, þegar Ingibjörg Sigurðardóttir átti skalla að marki en Maria Korenciova, markvörður Slóvakíu, varði meistaralega.

Íslenska liðið kom af krafti inn í seinni hálfleik.

Á 61. mínútu jafnaði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikinn fyrir Ísland. Agla María kom knettinum út á hægri kant vallarins þar sem Sveindís Jane var, Sveindís sendi boltann fyrir markið þar sem Berglind kom boltanum í markið. Virkilega gott samspil hjá íslenska liðinu.

Á 65. mínútu fékk íslenska liðið víti þegar brotið var á Söru Björk innan vítateigs. Sara tók vítaspyrnuna og en Maria Korenciova varði frá henni. Dómarinn lét hins vegar taka spyrnuna aftur þar sem Maria var komin af marklínunni áður en spyrnan var tekin. Sara tók því spyrnuna aftur og skoraði af öryggi.

Ísland fékk aðra vítaspyrnu á 76. mínútu eftir að brotið hafði verið á Elínu Mettu Jensen innan vítateigs. Sara Björk tók spyrnuna og skoraði þriðja mark Íslands.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Íslenska liðið sýndi mikinn karakter og vann mikilvægan sigur. Ísland tryggði sér 2. sæti riðilsins og þarf nú að vinna síðasta leik sinn í riðlinum til þess að eiga góða möguleika á sæti á EM. Ljóst er að Svíþjóð endar í efsta sæti riðilsins, en þau þrjú lið sem verða með bestan árangur í öðru sæti riðlanna fara beint áfram í lokakeppnina.

Næsti leikur liðsins er lokaleikurinn í riðlinum, hann er gegn Ungverjalandi og fer fram þann 1. desember næstkomandi. Þrjú stig úr þeim leik koma íslenska kvennalandsliðinu í afar góða stöðu fyrir framhaldið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu