fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Stelpurnar flúðu Skessuna vegna kulda: Kristján Óli segir málið lykta af spillingu

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 23. nóvember 2020 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

A-landslið kvenna þurfti að færa æfingar sínar úr Skessunni í Hafnarfirði í síðustu viku vegna kulda. Þjálfarateymi liðsins taldi meiðslahættuna í knatthúsi FH-inga of mikla, æfingar voru færðar í Fífuna í Kópavogi sem er upphitað hús.

Skessan var tekinn í notkun í Hafnarfirði á síðasta ári og voru allar æfingar yngri landsliða Íslands færðar þangað. Margir hafa viljað tengja það við Arnar Þór Viðarsson, yfirmann knattspyrnumála hjá KSÍ og tengsl hans við FH. 433.is leitaði svara hjá KSÍ vegna málsins í fyrra. ,,Við breyttum fyrirkomulagi æfinga og æfum núna á virkum dögum í samvinnu við skólana. Með þessu móti æfum við á betri tímum, náum fleiri æfingum yfir veturinn, faglegri umgjörð (fundir, fyrirlestrar, matur …),“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ í skriflegu svari við fyrirspurn okkar.

Þó Skessan sé fullbúið knatthús er það ekki upphitað, þegar kalt er í veðri verður kuldinn þar oft mikill. „Það var ein æfing eða tvær sem voru bara færðar vegna kulda. Við gátum komist inn í Fífuna,“ sagði Þorvaldur Ingimundarson sem sér um mál A-landsliðs kvenna hjá KSÍ um ástæðu þess að A-landsliðs kvenna færði æfingar sínar.

Meira:
Fleiri æfingar og faglegri umgjörð ástæða þess að KSÍ fór með allar æfingar til FH

Kristján Óli til vinstri á þessari mynd.

Kristján Óli segir vinnubrögðin ekki fagleg:

Þetta mál var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football þar sem Kristján Óli Sigurðsson sagði fyrst frá því að æfingar A-landsliðs kvenna hefðu verið færðar. „Versta er hvernig sambandið fer með æfingatímana sem þeir leigja. A-landslið kvenna var að undirbúa sig fyrir síðustu leikina í undankeppninni. Arnar Þór Viðarsson (Yfirmaður knattspyrnumála), ákvað að segja upp samningi í Kórnum fyrir öll yngri landslið og A-landslið og færa tímana yfir í frystikistuna í Hafnarfirði, tjaldið sem þeir hafa reist,“ sagði Kristján Óli nokkuð ómyrkur í máli en A-landslið kvenna er nú komið út fyrir leikina mikilvægu í undankeppni EM.

„Kvennalandsliðið var þar í síðust viku og flúði, alltof kalt og mikil meiðslahætta. Þetta heitir á hreinni íslensku, spilling. Að færa landsliðsæfingar úr 100 prósent aðstöðu í eitthvað tjald.“

Kristján Óli segir að þjálfarar yngri landsliða séu ekki sáttir með þessa breytingu. „Þetta eru ekki fagleg vinnubrögð, þjálfarar yngri landsliða eru brjálaðir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Í gær

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Í gær

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park