fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Fleiri æfingar og faglegri umgjörð ástæða þess að KSÍ fór með allar æfingar til FH

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 5. desember 2019 13:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsverð fjölgun hefur orðið á landsliðsæfingum yngri landsliða nú í haust en meira er æft á virkum dögum en áður hefur sést, athygli hefur vakið að nánast allar æfingar yngri landsliða þennan veturinn hafa farið fram í Skessunni, nýju knatthúsi FH-inga.

Margir hafa viljað tengja það við Arnar Þór Viðarsson, yfirmann knattspyrnumála hjá KSÍ og tengsl hans við FH. 433.is leitaði svara hjá KSÍ vegna málsins og bað um útskýringu á því af hverju öll yngri landslið Íslands, æfðu nú í Skessunni hjá FH, sem er nýtt knattspyrnuhús.  ,,Við breyttum fyrirkomulagi æfinga og æfum núna á virkum dögum í samvinnu við skólana. Með þessu móti æfum við á betri tímum, náum fleiri æfingum yfir veturinn, faglegri umgjörð (fundir, fyrirlestrar, matur …),“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ í skriflegu svari við fyrirspurn okkar.

KSÍ borgar fyrir tímana en aðalstjórn FH er eigandi húsins. Klara segir hugsunina að leikmenn séu sjaldnar í burtu frá sínu félagi en á sama tíma og þeir æfa meira í afreksstarfi með landsliðinu. ,,Leikmenn eru sjaldnar burtu frá sínum félögum, leikmenn geta spilað með sínum liðum um helgar og þar sem við höfum allan daginn með leikmönnunum getum við æft 2 á dag. Þar átti Skessan auðveldara með að koma til móts við þarfir okkar. Þar spilar líka inní aðstaða fyrir það sem við ætlum að gera á milli æfinga (máltíðir, fundir og fl.).“

Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ

KSÍ hefur reynt að vera sem mest á sama staðnum samkvæmt svari Klöru, þarna sé það í boði og þar með fækkar ferðum á milli húsi. ,,Almennt höfum við reynt að vera sem mest á sama stað með æfingar, til hagræðis. Höfum undanfarin ár verið á föstudögum og laugardögum í Kórnum og síðan í Egilshöll á sunnudögum. Við erum ennþá með tímann á sunnudögum í Egilshöll. Það er mjög erfitt og vandasamt að fá æfingatíma fyrir landsliðin í húsum. Höfum stundum þurft að fara með æfingar upp á Akranes eða í Keflavík.“

Klara segir að KSÍ sé að prófa þetta en þetta verði endurmetið á nýju ári, hvernig þetta hafi tekist til. Þetta breytta fyrirkomulag kemur frá Arnari, yfirmanni knattspyrnumála sem ræddi málið við Fréttablaðið fyrr í ár. „Við erum með margar hugmyndir í kollinum sem hafa það að leiðarljósi að bæta umhverfið. Einni af þeim sem eru komnar á teikniborðið og verður hrint í framkvæmd er að breyta því hvernig yngri landsliðin æfa,“ sagði Arnar við Fréttablaðið.

,,Fyrir það fyrsta ætlum við að fjölga æfingum á árinu úr 15 í 25 án þess að fjölga þeim gluggum þar sem leikmenn koma á landsliðsæfingar. Yngri landsliðin munu æfa í tveimur gluggum á hverju skólamisseri og æfa á virkum dögum í stað þess að æfa um helgar. Við munum vinna í samstarfi við skólakerfið og það er skilyrði af okkar hálfu að leikmenn séu að standa í stykkinu í skólanum ætli þeir að vera valdir,“ segir Arnar Þór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu