fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fókus

Viktoría gat ekki fagnað bókinni með Gísla Rúnari – „Þetta var síðasta verk Gísla“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 20. nóvember 2020 19:00

Viktoría Buzukina. Mynd/Olga Björt Þórðardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viktoría Buzukina gaf nýlega út sína fyrstu bók, Ugla eignast vin, en hún vann einnig allar myndskreytingar fyrir bókina Gervilimrur eftir hinn fjölhæfa Gísla Rúnar Jónsson. Gísli gat þó ekki fagnað bókaútgáfunni með Viktoríu þar sem bókin kom út eftir að hann var lést.

Viktoría talaði um hvernig það var að vinna með Gísla Rúnari í samtali við  bæjarblaðið Hafnfirðing.

„Þetta var síðasta verk Gísla Rúnars Jónssonar og fyrsta bókin mín. Við unnum saman að bókinni í nærri ár, en Gísli var búinn að sinna limrusmíðunum lengi og vildi gefa þær út löngu áður en við hittumst. Þessi bók er einstök og fyndin. Fyrir mér eru þetta nærri 500 blaðsíður af minningum, þar sem við sátum saman yfir hverri síðu og ræddum,“ sagði Viktoría og bætti við að hún vildi óska þess að Gísli hefði getað fagnað útgáfunni með henni.

Útgáfuhófið fór fram í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði fyrir skömmu í beinni útsendingu á Facebook.

„Útgáfuhófið var mjög skemmtilegt, fullt af ást og góðum minningum, og þetta var mikill heiður að deila þessari stund með fjölskyldu hans og vinum. Ég er svo ánægð með að hafa hitt Gísla Rúnar og unnið með honum. Þetta var einn færasti maður í íslensku tungumáli og ég, aðflutti Íslendingurinn, gat skilið hans sýn, blaðsíðu eftir blaðsíðu.“

Skömmu eftir að bók Gísla kom út kom einnig út fyrsta frumsamda bók Viktoríu, Ugla eignast vin sem hún myndskreytir að sjálfsögðu sjálf. Viktoría sá einnig um að útbúa teikningarnar fyrir þjóðarátak almannavarna vegna kórónuveirunnar, en þau verk ættu landsmenn að kannast vel við í dag.

Viktoría ákvað snemma að verða listamaður. Aðeins sjö ára gömul. Hún ólst upp á Krímskaga en flutti til Íslands árið 2010. Áður hafði pabbi hennar starfað tímabundið á bóndabæ á Íslandi og myndaði þá sterk tengsl við landið. Viktoría heimsótti Ísland fyrst 1998 þá aðeins 11 ára gömul. Hún segist strax hafa orðið ástfangin af fegurð landsins.

„Ég varð strax svo ástfangin af fegurð landsins og mig langaði ekki aftur heim Krímskaga. Ég sagði foreldrum að ég skyldi að fela mig í heyinu í fjósinu ti þess að missa af fluginu heim.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Kardashian-fjölskyldan í áfalli: Náin vinkona Caitlyn Jenner lést í bílslysi aðeins 29 ára gömul

Kardashian-fjölskyldan í áfalli: Náin vinkona Caitlyn Jenner lést í bílslysi aðeins 29 ára gömul
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín segist ekki geta starfað eðlilega eftir krabbameinsmeðferðina – „Mjög erfitt“

Katrín segist ekki geta starfað eðlilega eftir krabbameinsmeðferðina – „Mjög erfitt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kate Beckinsale útskýrir af hverju hún er búin að grennast svona mikið

Kate Beckinsale útskýrir af hverju hún er búin að grennast svona mikið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórstjarnan lét óræða athugasemd falla um erfiðleika lífsins

Stórstjarnan lét óræða athugasemd falla um erfiðleika lífsins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ástarleikur: Eiður Smári og Halla Vilhjálms saman í golfi

Ástarleikur: Eiður Smári og Halla Vilhjálms saman í golfi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Haukur varð vitni að spauglegu atviki – „Hvað sagði konan aftur að ég notaði í skóstærð?“

Haukur varð vitni að spauglegu atviki – „Hvað sagði konan aftur að ég notaði í skóstærð?“