fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Þetta er konan á bak við sigur Biden í Georgíu – Næst er það baráttan um öldungadeildina

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 21. nóvember 2020 17:00

Stacey Abrams. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stacey Abrams er vinsæl í Demókrataflokknum því það er ekki annað að sjá en að hún eigi stærstan hlut að máli hvað varðar sigur Joe Biden í forsetakosningunum í ríkinu. Barátta hennar er talin hafa tryggt Biden alla 16 kjörmenn ríkisins sem hefur verið vígi Repúblikana allt frá því að Bill Clinton sigraði þar 1992.

Það sem rekur Abrams áfram er ósigur hennar í ríkisstjórakosningunum í Georgíu í nóvember 2018. Þá tapaði hún fyrir Repúblikananum Brian Kemp með 55.000 atkvæða mun. Ef hún hefði sigrað hefði hún orði fyrsti svarta konan til að ná kjöri sem ríkisstjóri. Hún taldi að á sér hefði verið brotið í kosningunum því Kemp hefði vísvitandi reynt að koma í veg fyrir að svart fólk gæti kosið.

Hún veittist harkalega að Kemp í ræðu að kosningunum loknum og sagði hann „arkitekt kjósendakúgunar“. Hún viðurkenndi ekki ósigur en sagðist hætt baráttunni um ríkisstjóraembættið.

„Höfum það á hreinu, þetta er ekki ræða þar sem ég viðurkenni ósigur því viðurkenning þýðir að maður viðurkennir að eitthvað sem hefur verið gert sé löglegt, satt eða rétt. Sem kona með samvisku  og trú þá get ég ekki viðurkennt þetta,“ sagði hún að sögn CNN.

Stuðningsmaður Demókrata þakkar Stacey Abrams fyrir vinnu hennar. Mynd:Getty

En nú lítur út fyrir að Abrams hafi tekist að snúa þessum ósigri upp í sigur þrátt fyrir að dómstólar hafi ekki talið sannað að Kemp hafi meðvitað komið í veg fyrir að kjósendur gætu kosið. Niðurstaðan var kveikjan að „Fair Fight“ sem gengur út á að fá fleiri til að skrá sig sem kjósendur.

Úrslitin í Georgíu hafa ekki farið fram hjá áhrifafólki í Demókrataflokknum og hefur Abrams verið hlaðin lofi. Til dæmis hafa Hillary Clinton og Alexandria Ocasio-Cortex hrósaði henni á samfélagsmiðlum.

Það hefur lengi verið draumur Abrams að fá fleiri til að kjósa og það tókst þessari 46 ára konu, sem er menntaður lögfræðingur frá Yale-háskólanum, í forsetakosningunum. Með „Fair Fight“ verkefninu og „The New Georgia Project“, sem hún stofnaði 2014, tókst henni að ná til nýrra kjósenda og fá 800.000 til að skrá sig á kjörskrá í ríkinu. Þetta á sinn þátt í að kosningaþátttakan í ríkinu í forsetakosningunum í byrjun mánaðarins var hin besta í sögunni.

En Abrams er ekki hætt því nú eru það kosningar um tvö öldungadeildarsæti ríkisins sem eiga hug hennar allan. Kosið verður um sætin þann 5. janúar og þurfa Demókratar að tryggja sér þau bæði til að tryggja sér meirihluta í öldungadeildinni og hrifsa þannig völdin þar úr höndum Mitch McConnell leiðtoga Repúblikana.

„Þær snúast um að bjarga lýðræðinu. Mitch McConnell er ekki góður leiðtogi – hann er ekki góður maður. Við getum ekki búið við fjögur ár til viðbótar með hindrunum og afneitun á þörfum Bandaríkjamanna,“ sagði hún í samtali við spjallþáttastjórnandann Stephen Colbert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eigandi nuddstofu grípur til aðgerða og bannar karlmenn – Ástæðan er þessi

Eigandi nuddstofu grípur til aðgerða og bannar karlmenn – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Karlmaður glímir við gríðarlega sjaldgæft ofnæmi – Er með ofnæmi fyrir eigin fullnægingum

Karlmaður glímir við gríðarlega sjaldgæft ofnæmi – Er með ofnæmi fyrir eigin fullnægingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus