fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Ráðuneytið skoðar mál fangans sem liggur alvarlega veikur á gjörgæsludeild

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. nóvember 2020 07:45

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómsmálaráðuneytið hefur tekið mál fangans, sem liggur alvarlega veikur á gjörgæsludeild Landspítalans, til skoðunar. Hann var fluttur þangað með sjúkrabíl úr fangelsinu á Hólmsheiði þann 8. nóvember og hefur legið alvarlega veikur á spítalanum síðan.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Segir blaðið að fanganum hafi verið haldið sofandi í öndunarvél í tíu daga en hafi verið vakinn á miðvikudaginn og sýni nú hægfara batamerki.

Blaðið hefur eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að ráðuneyti hennar sé kunnugt um málið og hafi óskað eftir upplýsingum um það frá fangelsismálayfirvöldum.

Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálstofnunar, getur ekki rætt málefni einstakra fanga en sagði að ef fangi óski eftir heilbrigðisþjónustu sé hún undantekningarlaust veitt.

„Við synjum föngum ekki um heilbrigðisþjónustu,“ er haft eftir Páli sem sagði einnig að fangar fái heilbrigðisþjónustu við upphaf afplánunar og að ef fangi veikist í afplánun fái hann undantekningarlaust heilbrigðisþjónustu, hvort sem það er að eigin ósk eða frumkvæði starfsfólks fangelsisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“