fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Fundu áður ótalin atkvæði í Georgíu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. nóvember 2020 13:33

Trump og Biden. Mynd/samsett Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tengslum við endurtalningu atkvæða í öllum 159 kjördæmum Georgíuríkis fundust rúmlega 2.700 áður ótalin atkvæði í gær. Atkvæðin eru öll úr sömu sýslunni, Floyd County. Innanríkisráðuneyti ríkisins skýrði frá þessu í gær.

Samkvæmt frétt AP þá voru atkvæðin á minniskorti sem hafði ekki verið tekið með í fyrstu talningunni. Á minniskortinu voru 2.755 atkvæði og hafa þau nú verið talin. Donald Trump fékk 1.577 atkvæði og Joe Biden 1.128. Restin fór til annarra frambjóðenda.

Áður en þessi atkvæði voru talin var Biden með um 14.000 atkvæða forskot í ríkinu og því breyta þau væntanlega engu um niðurstöðu kosninganna frekar en endurtalningin.

Trump hefur ekki enn viðurkennt ósigur sinn og þráast við og reynir að ríghalda í forsetastólinn. En allt stefnir í að hann flytji út úr Hvíta húsinu í janúar. Biden hlaut 306 kjörmenn í kosningunum og Trump 232. 16 kjörmenn voru í boði í Georgíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað