fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Valur biðst afsökunar – „Ekki í anda Vals né í samræmi við tilmæli yfirvalda“

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 1. nóvember 2020 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Pétur Jónsson, formaður stjórnar Knattspyrnufélagsins Vals, hefur sent út yfirlýsingu fyrir hönd félagsins vegna fagnaðar sem átti sér stað í húsakynnum félagsins á föstudag. Umræddur fögnuður átti sér stað hjá karlaliðinu í kjölfar þess að liðið varð Íslandsmeistari.

433 fjallaði um umræddan fögnuð í gær, en þar voru sóttvarnarreglur botnar.

Valur biðst afsökunar á fögnuðinum og segir hann ekki í anda félagsins, sem beri þó fulla ábyrgð.

Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan:

„Knattspyrnufélagið Valur vill biðjast afsökunar á þeim fögnuði sem fram fór í húsakynnum Vals í kjölfar frétta um að karlalið Vals hefði orðið Íslandsmeistarar 2020. Fögnuðurinn var ekki í anda Vals né í samræmi við tilmæli yfirvalda. Valur ber fulla ábyrgð á þessari samkomu og harmar að hún hafi farið fram. Knattspyrnufélagið Valur hefur yfirfarið verkferla sína í kjölfarið til að tryggja að unnið sé í einu og öllu eftir tilmælum sóttvarnalæknis og yfirvalda. Þá vill Knattspyrnufélagið Valur nýta þetta tækifæri og óska kvennaliði Breiðabliks til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn. Við viljum hvetja alla landsmenn til að standa saman við að ná fullri stjórn á Covid veirunni svo líf okkar allra geti orðið eðlilegra að nýju og landsmenn geti á ný farið að stunda skipulagðar íþróttir, öllum til heilla.

f.h. stjórnar Knattspyrnufélagsins Vals
Árni Pétur Jónsson, formaður“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bonnie Blue opnar sig um hverjir eru þeir bestu og verstu í rúminu

Bonnie Blue opnar sig um hverjir eru þeir bestu og verstu í rúminu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skoða lausnir varðandi Rashford – Gætu klárað dæmið í janúar ef hann samþykkir þetta

Skoða lausnir varðandi Rashford – Gætu klárað dæmið í janúar ef hann samþykkir þetta
433Sport
Í gær

Heimir kemur með von og trú – „Hefði ekki tekið þetta að sér nema að vera með þá tryggingu“

Heimir kemur með von og trú – „Hefði ekki tekið þetta að sér nema að vera með þá tryggingu“
433Sport
Í gær

Fóru yfir fjaðrafokið í Úlfarsárdal – „Get alveg skilið að það er enginn sem hefur gaman að því að heyra það“

Fóru yfir fjaðrafokið í Úlfarsárdal – „Get alveg skilið að það er enginn sem hefur gaman að því að heyra það“
433Sport
Í gær

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

„Ég get ekki haldið áfram og sagst vilja gera það sama og í fyrra“

„Ég get ekki haldið áfram og sagst vilja gera það sama og í fyrra“