fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Vilja fjölga liðum hjá konunum – „Allir sammála um að þetta er ekki sanngjarnt“

Sóley Guðmundsdóttir
Föstudaginn 30. október 2020 22:30

Guðmunda í leik með KR. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að keppni var hætt í íslenskum fótbolta í dag liggur það fyrir að KR og FH falla úr efstu deild kvenna.

Guðni Eiríksson, þjálfari FH, og Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, vilja báðir að fjölgun liða í deildinni verði skoðuð. Þetta sögðu þeir í viðtölum við fotbolti.net.

KR þurfti að fara þrisvar sinnum í sóttkví í sumar. Þar af leiðandi misstu þær úr fjölda æfinga. Einnig höfðu þær einungis spilað 14 leiki en flest önnur 16 leiki.

Jóhannes telur það góða lausn að fjölga liðum í deildinni um tvö. „Við vonumst til þess að því verði velt upp hvort 12 liða deild í kvennabolta sé eitthvað sem er möguleiki. Manni finnst eftir sumarið að það sé góður tímapunktur núna til að skoða þessa hluti. Að sjálfsögðu finnst manni eðlilegt að því sé velt upp,“ sagði Jóhannes við Fótbolta.net.

„Eins og mótið spilast í sumar þá finnst manni lítil sanngirni í því að sitja ekki við sama borð og aðrir, og maður áttar sig á því að KSÍ hefur ekki stjórn á því sem kemur upp. Heilt yfir, ekki bara fyrir okkur heldur mörg lið, þá er mótið ekki á jafnréttisgrundvelli og eðlilegt út frá þeim forsendum að hlutirnir séu skoðaðir og reynt að gera það sem hægt er að gera til búa til einhverja sanngirni úr þessu sumri,“ sagði Jóhannes.

Guðni Eiríksson, þjálfari FH, sagði við Fótbolta.net að niðurstaðan sé gífurleg vonbrigði. Hann vill, eins og Jóhannes, skoða möguleikann á 12 liða deild.

„Mér finnst þetta vera tímapunkturinn til að láta á það reyna að fjölga í tólf liða deild eins og karlarnir spila. Mér finnst það liggja við að sjá hvort það sé ekki grundvöllur fyrir því. Að skoða það út í ystu æsar finnst mér það sanngjarnasta í stöðunni.“

Guðna finnst að KSÍ hefði einnig mátt vera sveigjanlegra með lokadagsetningu mótsins. „Já mér finnst það hefði mátt skoða þessar dagsetningar og jafnvel spila áfram eftir áramót. Ég tel að það hefði veirð skynsemi í því að hafa aðeins víðari ramma en til 1. desember. Til þess að eyða þessari ósanngirni, það eru allir sammála um það að þetta er ekki sanngjarnt, en maður spyr sig af hverju,“ sagði Guðni við Fótbolta.net

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur