fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fókus

Alda Coco: „Ég held að hann sé heltekinn af mér, hann lætur mig ekki í friði“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 30. október 2020 11:30

Alda Coco. Aðsend mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glamúrfyrirsætan Alda Guðrún Jónasdóttir, betur þekkt sem Alda Coco, varð fyrir barðinu á óprúttnum aðila í lok september. Maðurinn tók yfir Instagram-síðu hennar og gerði tilraun til fjárkúgunar.

Sjá einnig: Alda Coco í klóm fjárkúgara: „Í þetta eina skipti var ég heimsk og þetta varð útkoman“

Instagram-síða Öldu Coco var vinsæl og var hún með tæplega 30 þúsund fylgjendur þegar hakkarinn tók yfir síðu hennar. Hún þurfti því að byrja upp á nýtt og stofnaði nýja síðu.

Hakkarinn virðist ekki vera hættur að gera Öldu lífið leitt. Hann hefur reynt að taka yfir nýju síðuna hennar sjö sinnum síðastliðinn sólarhring. Meðal annars einu sinni á meðan blaðamaður var að tala við Öldu. Hún hefur þurft að skipta um lykilorð í hvert skipti og er orðin ráðþrota.

„Ég held að hann sé heltekinn af mér, hann lætur mig ekki í friði. Djöfull er ég merkileg,“ segir Alda hlæjandi í samtali við DV.

„Ég ákvað að hafa ekki tölvupóst eða neitt svoleiðis á nýju síðunni svo hann myndi ekki ná að hakka sig inn á það eins og síðast, en ég veit ekki hvernig í fjandanum hann fer að þessu.“

„Ég veit að ég er feik“

Eins og fyrr segir þurfti Alda að stofna nýja Instagram-síðu og fara frá því að vera með 30 þúsund fylgjendur í núll. Henni hefur þó tekist að stækka fylgjendahóp sinn ört og er í dag með tæplega fjögur þúsund fylgjendur.

„Það gengur rosalega vel. Það eru margar erlendar glamúr-síður að deila myndum af mér og það hefur hjálpað helling. Ég hef fengið æðislegan stuðning frá fólki úr öllum áttum. En auðvitað er þetta ekki lífið, það er margt hræðilegt að gerast í heiminum og í kringum okkur. En ég hef bara lagt mikla vinnu í að deila fallegum myndum eftir frábæra ljósmyndara. Ég er alls ekki að reyna að vera einhver áhrifavaldur, það er allt annað en það sem ég er að gera,“ segir Alda bætir við að samfélagsmiðlar séu frekar áhugamál.

Alda Coco. Aðsend Mynd

„Ég er svosem mjög róleg þessa dagana. Ég er líka rosalega jákvæð, ég veit að ég er „feik“ og ég veit alveg að fólk yfir fertugt hneykslast kannski á útliti mínu. En mér er sama um hvað öðrum finnst um mig. Ég er bara ég sjálf og ef einhverjum langar að skilja eftir ljót komment þá tek ég þeim fagnandi og hlæjandi. Ég veit best hver ég er og fólk sem virkilega þekkir mig myndi aldrei skrifa svona.“

Alda segir að dags daglega sé hún mjög náttúruleg og noti „engan farða eða neitt svoleiðis.“

„Mér finnst stelpur í dag oft mjög óöruggar með sig. Ég væri alveg til í að þær myndu leita til mín, ég gæti vel hjálpað.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrauna yfir All´s Fair – Sögð vera versta sjónvarpsþáttaröðin

Hrauna yfir All´s Fair – Sögð vera versta sjónvarpsþáttaröðin
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það