fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Bandaríkin og Grænland sömdu um Thulestöðina eftir margra ára samningaviðræður

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. október 2020 19:00

Thule herstöðin. Mynd: EPA-EFE/

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkin, Danmörk og Grænland hafa náð samningum um þjónustusamning fyrir herstöðina í Thule á Grænlandi. Samningar náðust á miðvikudaginn að því er Sermitsiaq.ag segir. Samningurinn kveður meðal annars á um viðhald, nýframkvæmdir og rekstur mötuneytis í herstöðinni.

Árum saman var þjónustusamningurinn í höndum Dana og Grænlendinga en 2014 fékk bandarískt fyrirtæki hann. Þetta telja Grænland og Danmörk vera í andstöðu við gildandi samninga við Bandaríkin og í kjölfarið hófust samningaviðræður.

Það voru Kim Kielsen, formaður grænlensku landstjórnarinnar, og Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, sem skrifuðu undir samninginn. Sermitisaq.ag hefur eftir Kielsen að landstjórnin sé mjög ánægð með samninginn um áframhaldandi samstarf við Bandaríkin. Það hafi verið mikilvægt fyrir landstjórnina og þingið og þjóðina að Grænlendingar hefðu ávinning af veru Bandaríkjamanna í Thule.

Samningurinn kveður á um að í framtíðinni muni dönsk og grænlensk fyrirtæki fá þjónustusamninginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“