fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Tvö ár frá hvarfi Anne-Elisabeth – „Allt bendir til að nokkrir hafi verið að verki“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. október 2020 05:17

Heimili Hagen-hjónanna og Anne-Elisabeth á innfelldu myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hver nam Anne-Elisabeth Hagen á brott frá heimili hennar í útjaðri Osló að morgni 31. október 2018 og varð henni að bana? Þetta er spurningin sem norska lögreglan hefur reynt að svara í tvö ár. Í fyrstu var talið að henni hefði verið rænt því lausnargjaldskrafa var sett fram en síðar byrjaði lögreglan að rannsaka málið út frá því að henni hefði verið ráðinn bani þennan morgun og að lausnargjaldskrafan hefði einfaldlega verið yfirvarp til að villa um fyrir lögreglunni.

Lögreglan er þess fullviss að Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth, tengist málinu og hafi staðið á bak við hvarf hennar og væntanlega morð. Hann var handtekinn í apríl og sat í gæsluvarðhaldi í nokkra daga en var látinn laus eftir að hæstiréttur hnekkti gæsluvarðhaldsúrskurði undirréttar. Hann þvertekur fyrir að hafa átt aðild að hvarfi eiginkonu sinnar og/eða morði og neitar nú að mæta til yfirheyrslu hjá lögreglunni.

Þetta heldur þó ekki aftur af lögreglunni sem vinnur enn að rannsókn málsins af fullum þunga. Síðustu tíðindi af málinu eru að lögreglan telur að fleiri en Tom Hagen tengist því. Dagbladet hefur þetta eftir Agnes Beate Hemiø, lögreglufulltrúa.

„Allt bendir til að fleiri, sem við höfum ekki borið kennsl á, tengist þessu máli. Það skiptir þá engu hvort um er að ræða morð eða mannrán,“

sagði hún en vildi ekki skýra frá hversu marga aðila væri um að ræða.

Málið er ein stærsta sakamálaráðgáta síðari tíma í Noregi. Enginn virðist hafa séð Anne-Elisabeth, nema þeir sem námu hana á brott og væntanlega myrtu þennan örlagaríka morgun, eftir að Tom Hagen fór til vinnu. Skömmu síðar talaði hún við son sinn í síma og er það símtal síðasta örugga lífsmarkið frá henni en því lauk klukkan 09.14.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri