fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fókus

10 bíómyndir og þáttaseríur til að hita upp fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 28. október 2020 16:34

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það á ekki að hafa farið fram hjá neinum að bandarísku forsetakosningarnar eru handan við hornið, nánar til tekið á þriðjudaginn næsta. Ljóst er að mikil spenna er víða um heim fyrir kosningunum og við því að búast að nokkur fjöldi vaki fram eftir nóttu og fylgist með úrslitunum.

Fyrir þetta fólk og aðra áhugasama tók DV saman lista yfir 10 bíómyndir og sjónvarpsþáttaraðir sem vert er að horfa á til að koma sér í „kosningagírinn.“ Eitthvað af því er gamalt en sígilt en upprifjunarinnar virði. Annað er nýtt.

#10 Wag the Dog

Myndin fjallar um fjölmiðla, forsetakosningar og sannleikann. Robert De Niro leikur ráðgjafa sem fær með sér framleiðanda í Hollywood (Dustin Hoffman) til að búa til „nýjan sannleika“ og hafa þannig áhrif á almenningsálit og niðurstöður kosninga.

Hafir þú áhuga á stjórnmálum og kosningum og ekki séð þessa mynd, þá ertu á miklum villigötum, en það aldeilis ekki of seint að laga það!

#9 The Butler

Myndin fjallar um Cecil Gaines, sem leikinn er af Íslandsvininum Forest Whitaker. Persónan Cecil er lauslega byggð á raunverulegum atburðum. Cecil er einkabryti í Hvíta húsinu og er sagan af kynni hans af hinum ýmsu Bandaríkjaforsetum. Þó myndin sé aðeins lauslega byggð á sönnum atburðum, er hún einkar áhugaverð þar sem risar úr bandarískri stjórnmálasögu eru lífgaðir við og prívat hliðum þeirra gerð góð skil. Í myndinni leikur Oprah Winfrey eiginkonu Cecil.

https://www.youtube.com/watch?v=DUA7rr0bOcc

#8 Mr Smith Goes to Washington

Önnur sígild mynd sem enginn alvöru áhugamaður um stjórnmál má láta fram hjá sér fara. Fjallar myndin um hinn sárasaklausa og heldur einfalda Mr. Smith sem endar sem þingmaður bandarísku öldungadeildarinnar og þarf þar að kljást við spillingu, klækjabrögð og óréttlæti. Myndin er frá 1939, en á fullt erindi í dag.

#7 All the President’s Men

Ævintýralegri sögu blaðamannanna ungu á Washington Post, Bob Woodward og Carl Bernstein er hér gerð meistaraleg skil. Fjallar sagan um hvernig leiðir þeirra lágu saman í rannsókn á að því er virtist saklaust innbrot í höfuðstöðvar Demókratanna í Watergate byggingunni í Washingtonborg. Innbrotið var auðvitað aðeins toppurinn á ísjakanum, eins og tvíeykið sýndi og sannaði. Hneykslið sem fylgdi heitir í dag Watergate-málið og er flestum kunnugt. Þeir Robert Redford og Dustin Hoffman leika blaðamennina.

#6 Malcolm X

Myndin fjallar um ævi og baráttu Malcolm X fyrir réttindum svartra Bandaríkjamanna. Malcolm X var uppi á krítískum tíma í bandarískri stjórnmálasögu og andi hans og skilaboða vofa enn yfir samskiptum kynþátta í Bandaríkjunum og umræðum þar um. Að skilja sögu svartra í Bandaríkjunum er algjör forsenda þess að skilja almennilega atburði nútímans í þeim málum, og kemur þessi kvikmynd manni langt í þeim efnum. Denzel Washington leikur Malcolm og hlaut Óskarsverðlaunin fyrir frammistöðu sína.

#5 House of Cards

Hér vísar höfundur til bandarísku þáttanna, þó breski „orgínallinn“ sé auðvitað ekki síðri. Þættirnir fjalla um þingmanninn Frank Underwood og eiginkonu hans Claire Underwood, sem síðar verður aðalpersóna þáttanna. Þó vinsældir þáttaraðarinnar hafi farið dvínandi eru fyrstu tvær seríurnar engu að síður pólitískt meistaraverk sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

#4 The West Wing

Þættirnir eru án nokkurs vafa þeir allra bestu þegar kemur að bandarískri forsetapólitík. Þeir segja sögu forsetatíðar Jed Bartlet, pólitískra ráðgjafa hans og fjölskyldu. Margir atburðir eru bersýnilega lauslega byggðir á raunverulegum atburðum. Þættirnir eru fyrir löngu síðan orðnir að algjörri klassík og verður enginn listi yfir pólitískt sjónvarpsefni fullkláraður án þess að skipa West Wing í sæti.

Leikarar þáttanna komu saman í „2020 special“ þátt fyrir þessar kosningar til þess að hvetja fólk til þess að kjósa.

#3 Charlie Wilson’s War

Ævintýralegri (sannri) sögu þingmannsins Charlie Wilson frá Texas er hér efni frábærrar kvikmyndar sem fjallar um átök Bandaríkjanna við Sovétmenn í gegnum uppreisnarmenn í Afganistan. Myndin gerir sögu Charlie rækilega góð skil. Tom Hanks leikur þingmanninn skrautlega og Philip Seymour Hoffman á hér einn sinn stærsta leiksigur sem CIA tengiliður þingmannsins. Sagan skýrir í senn aðkomu Bandaríkjanna að stjórnmálum miðausturlandanna löngu áður en fyrsti hermaðurinn steig þar á jörðu og vekur sagan upp spurningar sem eiga erindi í dag, þó atburðirnir séu frá 8. og 9. áratugi síðustu aldar.

#2 The Comey Rule

Hér er um að ræða fjögurra þátta seríu sem fjallar um Jim Comey og ótrúlega atburðarás sem tengdist kosningunum 2016 og hvernig ákvarðanir hans sem forstjóra FBI á þeim tíma gætu hafa haft úrslitaáhrif á næstu fjögur ár í bandarískri stjórnmálasögu. Jeff Deniels (Dumb ‘n Dumber, News Room), leikur Jim Comey og gerir það vel. Þættirnir eru aðgengilegir í sjónvarpi Símans Premium.

#1 John Adams

Þessir þætti voru sýndir fyrir nokkuð mörgum árum hér á landi en fór þá lítið fyrir þeim. Þeir eru hins vegar fullkomið meistaraverk og fer Paul Giamatti á kostum sem aðalpersónan John Adams. Fjalla þættirnir um aðdragandann og ferlið sem lauk með frelsisyfirlýsingu Bandaríkjanna og samþykkt stjórnarskrárinnar fyrir ríkin 13 sem slitu sig frá bresku krúnunni. Þættirnir eru nauðsynlegir þeim sem vilja skilja betur á hvaða grunni Bandaríkin eru stofnuð og hvernig stjórnspeki „stofnendanna“ smitast yfir á hina daglegu pólitík Bandaríkjanna í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því