fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Björgvin hvetur til aukinnar virðingar – Dóttirin og vinkonur hennar verða fyrir aðkasti í hverfinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 26. október 2020 21:05

Björgvin Franz Gíslason. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil umræða á sér nú stað um einelti og ofbeldi barna og unglinga eftir að saga Ólívers í Garðabæ snerti við hjörtum landsmanna. Slík mál eru til dæmis mikið rædd í íbúahópum á Facebook.

Í FB-hópi íbúa á Völlunum er greint frá því að ungir piltar hafi elt barnungan strák á vélhjóli. Strákurinn kastaði sér yfir girðingu og leitaði skjóls hjá í­búa sem tók hann inn til sín og leyfði honum að jafna sig. Hefur atvikið vakið óhug.

Björgvin Franz Gíslason leikari, sonur Gísla Rúnars Jónssonar heitins og Eddu Björgvinsdóttur, stígur fram og greinir frá því að dóttir hans og vinkonur hennar hafi orðið fyrir aðkasti í hverfinu í kjölfar þess að þær hafi verið að prófa sig áfram með nýjungar í klæðaburði. Verði þær ítrekað fyrir því að vera kallaðar hórur og druslur er þær gangi um hverfið sitt.

Frásögn Björgvins er eftirfarandi:

Hæ kæru íbúar! Í framhaldi af þessu skelfilega máli sem kom upp í gær hjá okkur á Eskivöllum sem og þeirri frábæru samstöðu sem við sýndum í gær ásamt nýlegri umræðu um einelti langar mig að ræða um virðingu barnanna okkar hvort fyrir öðru. Dóttir mín og vinkonur hennar verða ítrekað fyrir því að vera kallaðar hórur eða druslur þegar þær ganga um hverfið sitt.
Það fór að bera á þessu síðastliðinn vetur en hefur aukist eftir að þær fóru að prófa sig áfram með öðruvísi klæðaburð (þær eru jú að verða unglingar og því viðbúið að þær vilji reyna eitthvað nýtt 🙂) Ég hef rætt þetta við kennarana þeirra sem hafa verið mjög ötular að setjast niður með drengjunum (yflirleitt eru þetta drengir því miður) og ítreka við þá að svona líðist ekki. Èg reyni að vera duglegur að minna mín börn á að við erum allskonar og við verðum að sýna hvert öðru virðingu, þolinmæði og tillitssemi ♥️ Bara svona smá hugvekja:)
Upppfært: Að sögn Björgvins er málið vinnslu í hverfinu á meðal foreldra og kennara og vonast hann til að takist að uppræta þessa hegðun í góðri sátt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Í gær

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum