Forráðamenn Santos í Brasilíu hafa brugðist við ákalli um að Robinho spili ekki með félaginu á meðahnn er með dóm á sér fyrir þáttöku í hópnauðgun. Robinho hefur áfrýjað málinu og bíður eftir niðurstöðu.
Robinho samdi við Santos á dögunum en styrktaraðilar hafa rift samningum við Santos vegna þess.
Robinho var dæmdur í níu ára fangelsi á Ítalíu árið 2017 fyrir aðild að hópnauðgun á stúlku frá Albaníu sem átti sér stað árið 2013. Robinho hefur hins vegar aldrei þurft að sitja inni en áfrýjun hans er enn í kerfinu. Robinho var dæmdur sekur vegna skilaboða í síma hans, þar sem hann talaði um að stúlkan hefði verið ofurölvi.
Robinho steig fram í viðtali í síðustu viku og ræddi málið í fyrsta sinn, hann segist ekki hafa nauðgað stúlkunni. „Þegar hún kom til mín og byrjaði að spjalla, þá var hún ekki ölvuð. Hún mundi nafn mitt, hún vissi hver ég væri. Ofurölvi einstaklingur man ekki svona hluti,“ sagði Robinho.
Robinho segir eftirsjá sína vera að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni Vivian en þau hafa verið gift frá árinu 2009. „Ég sé eftir því að hafa haldið framhjá henni, þar liggur mín eftirsjá. Það er mikið af fréttum í blöðum til að reyna að selja þau, frá árinu 2013 hef ég breyst mikið og það til hins betra.“