fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Pressan

Hollensk kona fékk COVID-19 í annað sinn – Lést af völdum sjúkdómsins

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. október 2020 06:30

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

89 ára hollensk kona fékk COVID-19 fyrr á árinu og var lögð inn á sjúkrahús. Þar fékk hún meðferð í fimm daga og náði sér. Um tveimur mánuðum síðar veiktist hún aftur af COVID-19. Hún lést síðan af völdum sjúkdómsins.

Þetta er fyrsta staðfesta andlátið þegar um annað smit af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, er að ræða.

Hollenskir vísindamenn skýrðu frá þessu og var niðurstaða rannsóknar þeirra birt á vef Oxford University Press.

Konan glímdi við Waldenström’s macroglobulinemia sem er sjaldgæf tegund krabbameins í blóðfrumum, ólæknanlegt en hægt er að veita meðferð við því.

Vísindamennirnir segja að konan hafi lagst inn á bráðamóttöku snemma á árinu því hún var með hita og mikinn hósta. Hún greindist með COVID-19 og var á sjúkrahúsi í fimm daga en þá voru öll sjúkdómseinkennin horfin nema hvað hún glímdi við mikla þreytu.

Tæplega tveimur mánuðum síðar, tveimur dögum eftir að hún hóf nýja lyfjameðferð vegna krabbameinsins, fékk hún hita, hósta og átti erfitt með andardrátt. Hún greindist aftur smituð af kórónuveirunni. Mótefni gegn veirunni fannst ekki í líkama hennar á fjórða og sjötta degi veikindanna. Á áttunda degi versnaði ástand hennar mikið og hún lést tveimur vikum síðar.

Rannsóknir á lífsýnum úr konunni sýna að um sitthvort afbrigði kórónuveirunnar var að ræða og segja vísindamennirnir að ekki sé hægt að skýra þetta með því að veiran hafi þróast í líkama konunnar. Því virðist sem hún hafi smitast aftur af veirunni.

Fram að þessu hafa aðeins 23 tilfelli verið skráð þar sem fólk hefur smitast aftur af veirunni en þetta er fyrsta andlátið af völdum smits í annað sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað