fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433

Pogba daðrar við Real Madrid – „Það er draumur minn“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 8. október 2020 19:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Pogba miðjumaður Manchester United segir að það sé draumur sinn að leika fyrir Real Madrid og að Manchester United hafi ekki viðrað það við hann að skrifa undir nýjan samning.

Pogba á tæp tvö ár eftir af samningi sínum við United en hann hefur reglulega stigið fram og sagt frá því að hann vilji fara.

Ekkert heyrðist um það í sumar enda bæði Real Madrid og Juventus sem hafa sýnt áhuga ekki að taka upp veskið. „Það vilja allir leikmenn spila fyrir Real Madrid. Það er draumur minn, af hverju ekki einn daginn?,“ sagði Pogba í viðtali við franska fjölmiðla.

„Ég er í Manchester núna og elska félagið. Ég nýt þess og vil koma félaginu aftur á þann stað þar sem það á heima. Ég mun gefa allt í það.“

„Það hefur enginn rætt við mig um nýjan samning, ég hef ekki rætt við Ed Woodward. Við höfum ekki rætt nýjan samning. Ég tel að það augnablik komi, þegar félagið vill setjast niður með mér. Það hefur hingað til ekki gerst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gittens staðfestur hjá Chelsea

Gittens staðfestur hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir