fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
FréttirLeiðari

Þegar lítil þjóð skipti máli

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 12. janúar 2016 14:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þess er minnst um þessar mundir að 25 ár eru síðan Eystrasaltsþjóðirnar, Eistland, Lettland og Litháen, endurheimtu sjálfstæði sitt. Þjóðirnar þrjár minnast þessa vitanlega með stolti og gleði og Íslendingar hafa sannarlega ástæðu til að gleðjast með þeim. Það er ekki oft sem smáþjóðir hafa tækifæri til að láta að sér kveða á afdráttarlausari hátt en stórþjóðir heimsins, en það gerðist þegar íslensk stjórnvöld studdu málstað þessara þjóða í frelsisbaráttu þeirra. Þar var vel að verki staðið.

Á þessum tíma, í janúar árið 1991, þótti örugglega ýmsum að of mikið óðagot væri á Íslendingum. Ýmsum ráðamönnum heims bauðst að fara til Eystrasaltslandanna og sýna þannig stuðning í verki við sjálfstæðisbaráttu þeirra. Þeir kærðu sig ekki um það. Hafa vísast talið það á skjön við alla raunsæispólitík eða hreinlega óðs manns æði. Utanríkisráðherra Íslands, Jón Baldvin Hannibalsson, vék sér ekki undan og mætti á torgið í Vilníus og sá fólkið standa í vegi fyrir skriðdrekum Sovétmanna og horfa í byssuhlaup hermanna. Eystrasaltsþjóðirnar muna eftir þessum vini sínum sem kom þegar aðrir vildu ekki koma. Þjóðirnar muna líka vel að Ísland tók upp stjórnmálasamband við þær, fyrst Vesturlanda. Það gerðist reyndar ekki fyrr en nokkrum mánuðum eftir för Jóns Baldvins. Hik var á íslenskum stjórnvöldum sem áttuðu sig þó og innsigluðu vinabönd við þessar þjóðir við athöfn í Höfða í ágúst 1991.

Í grein sem Guðni Th. Jóhannesson skrifaði um stuðning Íslands við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltslandanna segir hann: „Meira að segja er freistandi að velta því fyrir sér hvort Jón Baldvin og Davíð Oddsson, sem þá var orðinn forsætisráðherra, hafi ýtt af stað snjóbolta þegar þeir ákváðu í ágúst 1991, um leið og sýnt var að valdaránstilraunin í Moskvu færi út um þúfur, að stofna til stjórnmálasambands við Eystrasaltsríkin. Hinn metnaðargjarni Uffe Ellemann-Jensen, utanríkisráðherra Dana, sá óðara að þeir yrðu að vera eins snöggir til. Stjórnin í Kaupmannahöfn steig því sama skref, hugsanlega fyrr en annars hefði orðið raunin, og þrýsti um leið á önnur ríki Evrópubandalagsins að fylgja í kjölfarið.“

Guðni tekur fram að ekki sé hægt að staðfesta þessa fallegu snjóboltakenningu. En sé hún er rétt, og við hljótum að hneigjast til að trúa því, þá sést þar að lítil þjóð getur með frumkvæði sínu haft djúp áhrif. Iðulega mega smáþjóðir sín lítils í stórveldapólitík heimsins, en þær stundir koma þegar frumkvæði litlu þjóðanna vekur athygli og þokar hlutum í rétta átt. Þess vegna er rétt að muna mikilvægi þess að starfa samkvæmt hugsjónum. Þær skipta máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Réttað verður yfir móðurinni á Nýbýlavegi fyrir luktum dyrum

Réttað verður yfir móðurinni á Nýbýlavegi fyrir luktum dyrum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð