fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Katrín Jakobsdóttir er sá ráðherra sem flestir treysta

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. október 2020 07:50

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Mynd: Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er sá ráðherra sem flestir treysta og er óhætt að segja að hún beri höfuð og herðar yfir aðra ráðherra hvað þetta varðar. 18,5% segjast bera mest traust til hennar en þar á eftir kemur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sem nýtur trausts 10,8% og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sem nýtur trausts 10,7%.

Þetta kemur fram í könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið. Fram kemur að niðurstöðurnar séu nokkuð frábrugðnar síðustu könnun sem var gerð í júní á síðasta ári. Þá naut Lilja Alfreðsdóttir trausts 20,5%. Þá naut Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, trausts 3% en nú segjast 7,2% bera traust til hennar.

Katrín nýtur meira trausts meðal kvenna en karla og er það nokkuð jafnt í öllum aldurshópum en þó mest hjá þeim yngstu og elstu. Traustið í hennar garð eykst einnig með auknu menntunarstigi. Fólk með háskólapróf er líklegast til að treysta henni best. Meðal flokksmanna VG nýtur hún stuðnings 82% sem treysta henni best af öllum ráðherrunum.

Þegar spurt var hvaða ráðherra fólk beri minnst traust til þá var Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, oftast nefndur en 25% sögðust bera minnst traust til hans. Það er töluverð breyting frá síðustu könnun þegar 35% sögðust treysta honum minnst allra ráðherra.

Nánar er hægt að lesa um könnunina á vef Fréttablaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann