fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
433Sport

Segir FH vilja Óla Jó heim: „Við erum ekki Séð og heyrt“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 29. september 2020 12:54

Ólafur Jóhannesson. ©AntonBrink © 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Óli Sigurðsson knattspyrnusérfræðingur hjá Dr. Football hlaðvarpsþættinum fullyrðir að FH vilji fá Ólaf Jóhannesson þjálfara Stjörnunnar heim í heiðardalinn nú þegar tímabilinu í efstu deild lýkur. Ólafur varð Íslandsmeistari FH í þrígang frá 2003 til 2007 þegar hann stýrði liðinu áður en hann tók við íslenska landsliðinu. Það var í þriðja sinn sem hann stýrði FH.

Eftir fjögur ár í starfi með íslenska landsliðið var Ólafur þjálfari Hauka og síðan Vals þar sem hann vann fjóra titla á fjórum árum. Ólafur fékk ekki nýjan samning hjá Val fyrir ári síðan og tók við Stjörnunni þar sem hann stýrir liðinu ásamt Rúnari Páli Sigmundssyni.

,,Hann er fyrstur á blaði hjá FH-ingum, þeir vilja fá hann heim,“
sagði Kristján Óli Sigurðsson sérfræðingur Dr. Football um málið.

Árangur FH undir stjórn Eiðs Smára Guðjohnsen og Loga Ólafssonar hefur vakið verðskuldaða athygli en liðið situr nú í öðru sæti efstu deildar karla. Eiður og Logi tóku við liðinu um mitt sumar, liðið hefur unnið 8 af ellefu leikjum sínum undir stjórn þeirra. Eiður og Logi tóku við FH þegar Ólafur Kristjánsson stökk á tilboð Esbjerg í Danmörku en samningur Eiðs Smára og Loga rennur út eftir tímabilið.

Kristján Óli sagði tvennar sögur af því hvort Ólafi stæði til boða að taka við liðinu einn eða með Eiði Smára. „Það fer tvennum sögum af því, að hann eigi að taka við þessu einn eða taki við af Loga,“ sagði Kristján Óli.

„Við erum ekki Séð og Heyrt, þetta eru áreiðanlegar heimildir,“ sagði Kristján að lokum um málið..

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gómaður sex sinnum á tveimur mánuðum fyrir of hraðan akstur – Fékk væna sekt og missir prófið

Gómaður sex sinnum á tveimur mánuðum fyrir of hraðan akstur – Fékk væna sekt og missir prófið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Brynjar Björn opnar sig um það þegar Grindvíkingar ráku hann úr starfi í fyrra – „Það hefur þurft að skipta um blek í prentaranum“

Brynjar Björn opnar sig um það þegar Grindvíkingar ráku hann úr starfi í fyrra – „Það hefur þurft að skipta um blek í prentaranum“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Barcelona til í að losa átta leikmenn til að fjármagna kaup á þremur

Barcelona til í að losa átta leikmenn til að fjármagna kaup á þremur
433Sport
Í gær

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða
433Sport
Í gær

Glódís er leikfær

Glódís er leikfær