fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fókus

Eiður keyrði 450 kílómetra til einskis – „Við vorum orðin vondauf og það var ekki hægt“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 28. september 2020 20:15

Eiður Arnarson - Mynd: Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Arnarsson, bassaleikari í Stjórninni og Todmobile, keyrði 450 kílómetra án þess að stoppa árið 1990. Ástæðan fyrir bílferðinni var að hann langaði að sjá tónleika með tónlistarstjörnunni Prince. Hann var staddur ásamt Írisi Bjargmundsdóttur, konunni sinni, í Austurríki en þau fréttu að Prince væri með tónleika í Sviss. Þau brunuðu því af stað til að sjá Prince syngja en þau hjónin eru miklir aðdáendur hans.

„Við vorum mætt á svæðið um hálf fimm en vorum ekki með neinn pening á okkur, bara kort, sem hafði ekki verið neitt vandamál í allri ferðinni, við borguðum bara með því,“ segir Eiður í viðtali í útvarpsþættinum Lagalistanum á Rás 2. Eiður og Íris gátu ekki borgað með korti og þurftu því að leita að hraðbanka en fundu engan sem þau gátu notað. „Við fórum á tónleikastaðinn og reyndum að kaupa miða á kortið, við vorum orðin vondauf, og það var ekki hægt.“

Hjónin náðu ekki að fara á tónleikana og fóru því á hótelið sittt. Daginn eftir sáu þau starfslið Prince í morgunmatnum á hótelinu en stjarnan var ekki á staðnum. „Þetta var bara til að strá salti í sárin. Við drifum okkur út í bíl og keyrðum til Austurríkis.“

Prince lést árið 2016 og þá áttaði Eiður sig á því að hann myndi aldrei fá að sjá hann á tónleikum. Í kjölfarið tók hann ákvörðun sem margir gætu grætt á að taka líka. „Þá ákvað ég að hætta að fresta og síðan hef ég drifið mig að sjá margt sem ég er með á lista.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Í gær

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Í gær

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“