fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

American Airlines tryggir sér lán upp á 5,5 milljarða dollara

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. september 2020 11:10

Vél frá American Airlines.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska flugfélagið American Airlines á í vök að verjast vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og er því á sama báti og mörg önnur flugfélög hvað það varðar. Félagið hefur nú tryggt sér aðgang að 5,5 milljörðum dollara að láni hjá bandaríska ríkinu og upphæðin gæti hækkað um 2 milljarða dollara.

Tap félagsins á öðrum ársfjórðungi var 3,4 milljarðar dollara en nú hefur félagið náð að verða sér úti um fé til að þrauka næstu mánuði. Félagið hafði áður skýrt frá því að það gæti neyðst til að segja um 1.500 starfsmönnum upp ef launabætur frá ríkinu verða ekki framlengdar. Einnig segist félagið þá þurfa að senda 17.500 starfsmenn í frí þar til að ástandið batnar.

En þrátt fyrir aðstoðina frá ríkinu þá er allt annað en auðvelt að reka flugfélag í Bandaríkjunum núna. Farþegafjöldinn er um 70% minni en fyrir heimsfaraldurinn og því hafa bandarísk flugfélög hvatt ríkisstjórnina til að framlengja launabætur út mars 2021.

Hvað varðar þá 2 milljarða dollara sem American Airlines getur hugsanlega fengið til viðbótar við 5,5 milljarðana þá veltur það á úthlutun fjármálaráðuneytisins á fé úr 25 milljarða hjálparpakka hvað félagið fær mikið.

Flugfélögin hafa frest út september til að sækja um að fá lán úr þessum pakka en sum þeirra, til dæmis Delta Airlines og Southwest Airlines, hafa nú þegar ákveðið að sækja ekki um og því verður meira til skiptanna fyrir hin félögin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn