fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Pressan

Smita sjálfboðaliða viljandi af kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. september 2020 18:00

Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskir sjálfboðaliðar verða vísvitandi sýktir af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, í tengslum við rannsókn á hvort aukaverkanir fylgi bóluefni gegn henni. Þátttakendurnir verða fyrst sprautaðir með bóluefni og um mánuði síðar verða þeir sýktir af Sars-Cov-2 veirunni sem er kórónuveiran sem herjar á heimsbyggðina þessi misserin.

Sky skýrir frá þessu. Tilraunin hefst í janúar en það eru bresk yfirvöld sem fjármagna hana. Hún mun fara fram á öruggum stað í Whitechapel í austurhluta Lundúna. Tilraunir af þessu tagi eru mjög umdeildar en talin er þörf á að gera þessa tilraun vegna alvarleika heimsfaraldursins og mikilvægi þess að virkt bóluefni verði tilbúið sem fyrst.

Ungt fólk á á hættu að verða alvarlega veikt ef það smitast af kórónuveirunni en það verður ungt fólk sem tekur þátt í tilrauninni. Sumir læknar telja þessa tilraunaaðferð brjóta gegn siðferði í læknavísindum. Ekki er hægt að útiloka að þátttakendurnir muni glíma við langvarandi afleiðingar af smiti.

En þar sem mikið liggur við að koma virku bóluefni í umferð sem fyrst þykir tilraunin nauðsynleg til að sjá hvort bóluefni komi í veg fyrir að fólk smitist eða hvort það virki aðeins að hluta.

Tilraunaaðferðin er ekki óþekkt og er notuð víða um heim við þróun bóluefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál