fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Gaui Þórðar segir Air Iceland Connect misnota aðstöðu sína – Veskið í Ólafsvík fékk að finna fyrir því

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. september 2020 09:40

Anton Brink/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Þórðarson fyrrum landsliðsþjálfari og þjálfari Víkings Ólafsvíkur er ekki sáttur með Air Iceland Connect og hvernig flugfélagið hefur komið fram við félag sitt undanfarið. Guðjón segir að Air Iceland Connect hafi rukkað Ólafsvík um 115 þúsund krónur vegna breytinga á flugi. Um 20 manna hópur fer frá Ólafsvík með flugfélaginu á laugardag.

Vegna kórónuveirunnar þurfti Ólafsvík að breyta flugi sínu á Egilsstaði en liðið leikur gegn Leikni Fáskrúðsfirði í Lengjudeildinni á laugardag. Leikurinn var settur á fyrr í sumar en vegna veirunnar var hann færður ,,Það er fyrst og fremst við Air Iceland að sakast, á sama tíma að við erum að berjast í þessari veiru. KSÍ hefur verið að gera sitt besta til að halda mótinu ganganandi. Leikjum var endurraðið, það var nauðsynlegt. Þá sér Air Iceland sér leik á borði og ætlar að rukka þig um 115 þúsund auka breytingargjald, leikurinn við Leikni var settur á annan tíma. Þeir hækka fargjaldið um 115 þúsund,“ sagði Guðjón Þórðarson um málið á á Bylgjunni í morgun.

Íslensk íþróttafélög berjast í bökkum vegna tekjubrests sem komið hefur vegna kórónuveirunnar. ,,Það munar um minna, við erum ekki eina félagið. Ég get bara talað fyrir okur, hún er aumkunarverð þessi framkoma Air Iceland Conncet. Á sama tíma og önnur flugfélög um allan heim eru að bjóða þér breytingar, þá nýtir þetta félag einokun sína og sér sér leik á borði til að mjólka íslensk íþróttafélög.“

,,Það var leikur í gær og leikur settur á laugardag og leikur á þriðjudag. Þú keyrir ekki svo glatt á Reyðarfjörð. Mér finnst þetta aumkunarvert.“

Guðjón og félagar halda austur í land á laugardag með flugi frá Air Iceland Connect þeim svíður að hafa þurft að reiða fram rúmar 100 þúsund krónur til viðbótar. ,,Leikurinn er á laugardag, við erum búnir að breyta þessu og erum búnir að borga 115 þúsund.“

Guðjón er ekki sáttur með að KSÍ hafi ekki gert meira í málinu þegar Ólafsvík leitaði eftir því. „ KSÍ telur sig ekki geta gert neitt. Það kom ekki nein skýring, þeir gátu ekki aðstoðað. Ég hélt að KSÍ ætti að vera málsvari hreyfingarinnar, KSÍ er ekkert annað en félögin í landinu. KSÍ virkar oft á tíðum sem sér ríki í ríkinu og hugsar fyrst og fremst um sjálft sig. Það eru fleiri félög sem hafa þurft að fara Austur og taka á sig hækkun á gjaldi, Air Iceland er í eigu Icelandair sem þarf á velvild að halda, samfélagsleg velvild fer ekki lengra en þetta. Þetta er einokunar staða, KSÍ er með stóran samstarfssamning við Icelandair. Þetta er ekki siðferðislega rétt.“

,,Ég held að KSÍ hafi ekkert skoðað mál, þeir svöruðu að þeir gætu ekkert gert. Þeir eru ekkert að beygja sig í bakinu fyrir félögin í landinu. Hvert eiga félögin að sækja ef þau sækja ekki til KSÍ?.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kjartan Már keyptur til Skotlands

Kjartan Már keyptur til Skotlands
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Í gær

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu
433Sport
Í gær

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“