fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Pressan

COVID-19 er helsta dánarorsök bandarískra lögreglumanna á árinu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. september 2020 16:10

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem af er ári hafa fleiri bandarískir lögreglumenn látist af völdum COVID-19 en af öðrum orsökum, þar með talið þeir sem hafa fallið við skyldustörf.

CNN skýrir frá þessu og segir að þetta komi fram á vefsíðunni Officer Down Memorial Page (ODMP). Það er sjálfseignarstofnun sem stendur að baki vefsíðunni og fylgist með hversu margir lögreglumenn láta lífið við skyldustörf.

Að minnsta kosti 101 lögreglumaður hefur látið lífið af völdum COVID-19 en að minnsta kosti 82 af öðrum orsökum. Enn er unnið að því að staðfesta dánarorsakir 150 lögreglumanna til viðbótar en talið er að þeir hafi látist eftir að hafa smitast af COVID-19 við skyldustörf.

Skotárásir eru næstalgengasta dánarorsökin en 31 lögreglumaður hefur látið lífið í skotárásum það sem af er ári.

Dánartíðnin af völdum COVID-19 er svo há að hún gæti orðið hærri en við hryðjuverkaárásirnar í september 2001. Þá létst 71 lögreglumaður þegar World Trade Center hrundi og einn í árás í Shanksville í Pennsylvania. 311 lögreglumenn, til viðbótar, hafa látist af völdum krabbameins sem tengist hryðjuverkaárásunum að sögn ODMP.

Minningarsjóður lögreglumanna er með svipaðar tölur yfir fjölda látinna og ODMP. Á vef sjóðsins, The National Law Enforcement Officers Memorial Fund (NLEOMF) kemur fram að 111 lögreglumenn hafi látist af völdum COVID-19. Flestir í Texas eða 24 og því næst í Louisiana þar sem 12 hafa látist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran