fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

COVID-19 er helsta dánarorsök bandarískra lögreglumanna á árinu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. september 2020 16:10

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem af er ári hafa fleiri bandarískir lögreglumenn látist af völdum COVID-19 en af öðrum orsökum, þar með talið þeir sem hafa fallið við skyldustörf.

CNN skýrir frá þessu og segir að þetta komi fram á vefsíðunni Officer Down Memorial Page (ODMP). Það er sjálfseignarstofnun sem stendur að baki vefsíðunni og fylgist með hversu margir lögreglumenn láta lífið við skyldustörf.

Að minnsta kosti 101 lögreglumaður hefur látið lífið af völdum COVID-19 en að minnsta kosti 82 af öðrum orsökum. Enn er unnið að því að staðfesta dánarorsakir 150 lögreglumanna til viðbótar en talið er að þeir hafi látist eftir að hafa smitast af COVID-19 við skyldustörf.

Skotárásir eru næstalgengasta dánarorsökin en 31 lögreglumaður hefur látið lífið í skotárásum það sem af er ári.

Dánartíðnin af völdum COVID-19 er svo há að hún gæti orðið hærri en við hryðjuverkaárásirnar í september 2001. Þá létst 71 lögreglumaður þegar World Trade Center hrundi og einn í árás í Shanksville í Pennsylvania. 311 lögreglumenn, til viðbótar, hafa látist af völdum krabbameins sem tengist hryðjuverkaárásunum að sögn ODMP.

Minningarsjóður lögreglumanna er með svipaðar tölur yfir fjölda látinna og ODMP. Á vef sjóðsins, The National Law Enforcement Officers Memorial Fund (NLEOMF) kemur fram að 111 lögreglumenn hafi látist af völdum COVID-19. Flestir í Texas eða 24 og því næst í Louisiana þar sem 12 hafa látist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum