fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Dularfullt skip siglir sífellt sama hringinn og myndar töluna átta – Enginn veit af hverju

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. desember 2017 06:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 10. október tóku hertar viðskiptaþvinganir Sameinuðu þjóðanna gegn Norður-Kóreu gildi. Meðal þess sem þær hafa í för með sér er að fjórum skipum, sem grunur leikur á að hafi verið notuð til að brjóta gegn fyrri viðskiptabönnum, er óheimilt að koma til hafnar hvar sem er í heiminum. Eitt skipanna hefur síðan að mestu haldið sig á sömu slóðum og siglt sama hringinn sem myndar töluna átta.

CNN skýrir frá þessu. Skipið sem um ræðir heitir Hao Fan 6 en grunur leikur á að skipið hafi verið notað við flutninga á kolum frá Norður-Kóreu til Kína en það er brot á viðskiptabanni SÞ. Grunur leikur á að hin skipin hafi verið notuð við kolaflutninga en einnig flutninga á ýmsum málmum, fiski og skeldýrum.

Daginn sem skipstjóra Hao Fan 6 var tilkynnt um bannið var slökkt á staðsetningarbúnaði skipsins og í um einn mánuð var lítið vitað um ferðir þess. Þann 13. nóvember var aftur kveikt á staðsetningarbúnaði þess. Þá kom í ljós að skipið var búið að vera undan ströndum Kína þar sem því var siglt í hringi sem mynduðu töluna átta.

Margir sérfræðingar telja skipstjórinn sigli skipinu í hringi til að reyna að rugla eftirlitsmenn í ríminu og til að reyna að koma í veg fyrir að fólk átti sig á þeirri staðreynd að skipið er enn notað til að flytja kol frá Norður-Kóreu. En líklega eru það aðeins skipstjórinn og útgerðarmaðurinn sem vita af hverju skipinu er siglt í hringi.

En ekki er ólíklegt að skipinu sé siglt í hringi því það getur hvergi farið í höfn án þess að lenda í vandræðum þar sem aðildarríkjum SÞ ber skylda til að framfylgja banninu.

Eignarhald skipsins er óljóst en CNN hefur rakið það til skúffufyrirtækis í Hong Kong sem er síðan í eigu annars skúffufyrirtækis. Þessi skúffufyrirtæki eru í umsjá fyrirtækisins SBC ásamt 400.000 öðrum fyrirtækjum. Það er því ekki annað að sjá en allt sé gert sem hægt er til að fela hið raunverulega eignarhald á skipinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Réttað verður yfir móðurinni á Nýbýlavegi fyrir luktum dyrum

Réttað verður yfir móðurinni á Nýbýlavegi fyrir luktum dyrum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð