fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Emil dæmdur: „Fæ sekt upp á 100 þúsund krónur fyrir að segja sannleikann“

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 6. desember 2017 16:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emil K. Thorarensen, íbúi á Eskifirði, var í fyrra dæmdur í Hæstarétti til að greiða 100 þúsund krónur í sekt fyrir ummæli sem hann skrifaði um Þór Þórðarson lögreglumann þar sem hann sakaði Þór um að áreita ungar stúlkur kynferðislega.

Á dögunum hafnaði endurupptökunefnd að Hæstiréttur tæki málið aftur upp og segist Emil því ætla að fara með málið alla leið til Mannréttindadómstólsins í Strassborg. Emil segir í samtali við DV að #metoo byltingin setji málið í áhugavert samhengi og efast hann um að hann hefði verið dæmdur í dag. „Ég fæ sekt upp á 100 þúsund krónur fyrir að segja sannleikann um þennan mann,“ segir Emil.

Emil var ákærður fyrir nokkur ummæli þar sem hann sakaði Þór um einelti og var hann sýknaður af því. Hann var hins vegar dæmdur fyrir eftirfarandi setningu: „Hefur að sögn, sent táningum og unglingsstelpum kynferðisleg skilaboð og jafnframt boðið þeim upp á „afslátt“ gegn ???“ Stöðufærsla Emils er frá árinu 2013 en hann fjarlægði hana stuttu eftir birtingu.

Athygli vekur að tvær ungar konur komu fyrir dóm og báru vitni um að Þór hefði áreitt þær kynferðislega. Ekki náðist í Inger Jónsdóttur lögreglustjóra til að kanna hvort Þór starfi enn sem lögreglumaður en Emil kvaðst ekki vita betur. Inger sagði fyrir dómi að hún hefði heyrt sögur en engin formleg kvörtun hafi borist. Önnur konan brotnaði niður í réttarsal þar sem Þór sat á áheyrendabekk. Hún greindi frá því í gegnum tárin og vildi meina að Þór hefði áreitt hana kynferðislega en sagðist ekki vilja tjá sig frekar um það.

Hin konan sagði að í eitt skipti hafi hún og vinkona hennar verið teknar við akstur og hafi vinkonan verið tekin til yfirheyrslu, en Þór hafi sleppt henni sjálfri án frekari aðgerða, knúsað hana, sagt að honum þætti vænt um hana og langaði að vera vinur hennar. Hún sagðist hafa lamast og orðið mjög hrædd. Hún sagði að hann hafi verið „perralegur“ og „daðrandi“ og fundist hann nýta sér vald sitt.

Emil segir að hann hafi vitað um fleiri stúlkur sem hafi einfaldlega ekki þorað að bera vitni gegn lögreglumanni. Auk þeirra tveggja sem báru vitni var lögð fram yfirlýsing tveggja stúlkna til viðbótar og voru þær tilbúnar að lýsa samskiptum sínum við Þór. Lítill áhugi var á því að ræða við þessar stúlkur.

Líkt og fyrr segir undirbýr Emil nú að áfrýja málinu til Mannréttindadómstólsins Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu