fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Gleraugu Gandhi á uppboði – Gætu selst á 2,6 milljónir

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. ágúst 2020 11:15

Mahatma Gandhi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mahatma Gandhi er heimsþekktur fyrir hlut sinn í baráttunni fyrir sjálfstæði Indlands frá Bretlandi. Hann á marga aðdáendur víða um heim og nú geta þeir farið að kíkja í veskið til að kanna hvort þeir eigi næga peninga til að kaupa gleraugu Gandhi sem lést 1948.

Gleraugun verða boðin upp þann 21. ágúst hjá East Bristol Auctions í Bretlandi að sögn Sky. Gleraugun voru sett í póstkassa uppboðshússins og ráku starfsmenn upp stór augu þegar þeir opnuðu umslagið og fundu gleraugun og miða sem á stóð:

„Þessi tilheyrðu Gandhi, hringdu í mig.“

Fyrsta skrefið var að staðfesta að gleraugun hefðu í raun tilheyrt Gandhi. Eftir nokkur samtöl og upplýsingaöflun lá ljóst fyrir að hér var um gleraugu hans að ræða og því um nokkuð sögulegan fund að ræða.

Næsta skref var að hringja í þann sem hafði sett gleraugun í póstkassann og segja honum að hann gæti hugsanlega fengið 15.000 pund, sem svara til um 2,6 milljóna íslenskra króna, fyrir þau á uppboði.

Eigandi gleraugnanna sagði starfsfólki uppboðshússins að þau hefðu verið í eigu frænda hans sem starfaði í Suður-Afríku á milli 1910 og 1930 en Gandhi bjó þar frá 1893 til 1914 en þar starfaði hann sem lögmaður indversks kaupsýslumanns. Gandhi gaf að sögn frændanum gleraugun eftir að hann hafði hjálpað Gandhi. Þau hafa síðan gengið í arf innan fjölskyldunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“