fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Fyrrum knattspyrnumaður hélt risastórt partý þrátt fyrir ný sóttvarnarviðmið – „Fjölskyldan hefur verið að skipuleggja þetta í margar vikur“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 2. ágúst 2020 15:30

Arron Scholes og fólk í veislunni - Myndir: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum knattspyrnumaðurinn Paul Scholes hélt risastórt partý fyrir son sinn á heimili sínu í Oldham á Englandi, daginn sem útgöngubann var sett í borginni. The Sun greindi frá málinu.

Paul Sholes, sem spilaði með Manchester United allan sinn feril, hélt upp á afmæli sonar síns í gær en Arron, sonur Scholes, var að fagna 21 árs afmæli sínu. Í myndböndum sem tekin voru upp í veislunni má sjá að fólkið þar hugsaði lítið um sóttvarnarviðmið á meðan það drakk áfengi og dansaði. Veislan hélt áfram fram á nótt á sama tíma og milljónum manna á sama svæði var bannað að koma saman í eigin húsum.

Þetta hefur vakið hörð viðbrögð í samfélaginu þar í landi en til að mynda sagði þingmaðurinn Andrew Bridgen að Scholes væri að setja virkilega lélegt fordæmi. „Ég bjóst við að fyrirmynd sem spilaði 66 leiki með Englandi myndi sýna meiri ábyrgð. Fólkið í Oldham gerir sér fulla grein fyrir því að svona ábyrgðarlaus hegðun er ástæðan fyrir því að útgöngubann var sett aftur í gildi.“

„Hvað með allt fólkið sem hefur ekki getað farið í jarðarfarir eða gift sig?“

Fólk sem býr í Oldham hefur einnig tjáð sig um málið. „Fjölskyldan hefur verið að skipuleggja þetta í margar vikur. Upphaflega átti veislan að fara fram á hóteli en þau þurftu að hætta við það. Skömmu síðar fór orðrómur af stað um að veislan yrði haldin heima hjá þeim frekar. Þetta er brjálæði, þau hunsuðu allar reglur bara því þau vildu halda veisluna.“

„Hvað með allt fólkið sem hefur ekki getað farið í jarðarfarir eða gift sig fyrir framan vini sína vegna útgöngubannsins?“ spurði einn íbúi á svæðinu. „Það er fullt af fólki sem hefur þurft að hætta við afmælin sín, af hverju fær Paul Scholes að halda sitt afmæli? Scholes er þekktur sem rólegur og venjulegur náungi, hann er elskaður af milljónum stuðningsmanna Manchester United og hann ætti að setja gott fordæmi. Það er vegna svona hegðunar sem það er svo erfitt fyrir Bretland að losna við þessa veiru.“

Íbúinn segir að veislan hafi byrjað um kvöldmatarleytið en þá höfðu nýju reglurnar verið í gildi í 19 klukkutíma. Veislan var síðan í gangi langt fram á nótt. „Nú mun allt fólkið sem var í veislunni fara heim og það gæti mögulega smitað systkini sín, foreldra sína, ömmur sínar og afa. Scholes ætti að skammast sín.“

Mikið hefur verið um smit í Oldham en Bretland skilgreinir borgina sem rautt svæði. Það gerist ef smitin á svæðinu eru fleiri en 50 hjá hverjum 100 þúsund íbúum. Í Oldham eru rúmlega 58 smitaðir af hverjum 100 þúsund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Grétu er þeir minntust Jota og bróður hans

Grétu er þeir minntust Jota og bróður hans