fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Grunur um smit hjá íslensku knattspyrnuliði – Leikmaður í sýnatöku og æfingum frestað

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 31. júlí 2020 11:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grunur liggur á að smit hjá Víkingi Ólafsvík en æfingum karlaliðs félagsins hefur verið frestað.

Leikmenn liðsins eru komnir í sjálfskipaða sóttkví eftir að grunur kom upp um COVID-19 smit innan hópsins. Þorsteinn Haukur Harðarson, framkvæmdastjóri Víkings Ólafsvíkur, staðfesti þetta í samtali við mbl.is sem greindi frá málinu.

Einn leikmaður í liðinu fór í sýnatöku í gær og er nú beðið eftir niðurstöðu sýnatökunnar. Samkvæmt Þorsteini mun félagið gefa út tilkynningu þegar í stað ef niðurstaðan verður jákvæð.

Fram kom í gær að öllum knattspyrnuleikjum fullorðinna á Íslandi sé frestað til að minnsta kosti 5. ágúst en KSÍ mun endurmeta ástandið fyrir þann tíma. Þá hafa yfirvöld beðið íþróttahreyfingar landsins að fresta öllum leikjum og keppnum til 10. ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Umboðsmaðurinn útilokar endurkomu til Chelsea

Umboðsmaðurinn útilokar endurkomu til Chelsea
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stjarnan þarf að borga sektina til KSÍ en segir mistökin hafa verið mannleg

Stjarnan þarf að borga sektina til KSÍ en segir mistökin hafa verið mannleg
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rómantík í beinni: Daðursleg skilaboð virðast hafa skilað árangri – Leikkonan beit á agnið hjá boltastráknum

Rómantík í beinni: Daðursleg skilaboð virðast hafa skilað árangri – Leikkonan beit á agnið hjá boltastráknum