fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Óvenju mikið af beinbrotum eftir fótboltamót í Laugardalnum – „Það er umhugsunarvert“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 28. júlí 2020 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumótið ReyCup fór fram í Laugardalnum síðastliðna helgi. 26 þáttakendur á mótinu fóru á bráðamóttöku Landspítalans vegna meiðsla en af þeim voru 15 með brotin bein. Samkvæmt yfirlækni á deildinni er þetta óvenju mikið. RÚV greinir frá þessu.

Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á deildinni, segir að álagið hafi verið mikið á bráðamóttökunni um helgina. „En einkum virtist vera áberandi að það leituðu til okkar alls 26 ungmenni sem að höfðu hlotið áverka eftir að hafa verið að keppa á Rey Cup,“ segir Hjalti. „Af þeim reyndust fimmtán vera með brotin bein, sem að okkur þykir vera dálítið mikill fjöldi af einu íþróttamóti.“

Þá segir Hjalti að það hafi ekki alltaf verið haldið utan um tölur yfir þetta en ef litið er til erlendra rannsókna þá telst þetta vera mikið. „Það er umhugsunarvert að ef að ungmenni eru að keppa á íþróttamóti og um einn af hverjum hundrað hlýtur beinbrot af leiknum,“ segir Hjalti og bætir við að það þurfi að skoða hvort það sé hægt að gera eitthvað til að draga úr tíðni á slíkum slysum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Doku var nálægt því að ganga í raðir Liverpool – Samtal við goðsögn félagsins spilaði inn í að hann gerði það ekki

Doku var nálægt því að ganga í raðir Liverpool – Samtal við goðsögn félagsins spilaði inn í að hann gerði það ekki
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum
Ingi ráðinn til KSÍ
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Virtur blaðamaður varpar sprengju um Guardiola

Virtur blaðamaður varpar sprengju um Guardiola
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Elvar rak upp stór augu er hann skoðaði aðstæður í Bakú – Gæti orðið óþægilegt fyrir Arnar

Elvar rak upp stór augu er hann skoðaði aðstæður í Bakú – Gæti orðið óþægilegt fyrir Arnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs í Bakú – „Við kærum kannski ef úrslitin verða okkur ekki hagstæð“

Arnar Gunnlaugs í Bakú – „Við kærum kannski ef úrslitin verða okkur ekki hagstæð“