fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Pressan

Svíi dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hrottalegt morð

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. júlí 2020 07:01

Wilma Andersson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

23 ára maður var í gær dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að hafa myrt 17 ára unnustu sína, Wilma Anderesson, og hlutað lík hennar í sundur. Wilma hvarf í nóvember frá heimili þeirra í Uddevalla, sem er um 100 km norðan við Gautaborg, og var víðtæk leit gerð að henni.

Hluti af líki Wilma fannst í tösku á heimili parsins tveimur vikum eftir að hún hvarf eins og DV skýrði frá í maí. Í kjölfarið var unnustinn handtekinn. Líkamshlutinn var eitt sterkasta sönnunargagnið gegn honum. Jim Westerberg, saksóknari, sagði að dómsuppkvaðningu lokinni að þrátt fyrir að líkið hafi ekki fundist hafi ákæruvaldið haft góð sönnunargögn.

Sálfræðingar segja að morðinginn sé ekki andlega veikur en mikil sjálfselska einkenni persónuleika hans.

Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði beitt Wilma miklu ofbeldi sem hefði orðið henni að bana. Margir blóðblettir fundust í íbúðinni og á líkhlutanum sem fannst. Þetta tengir hinn dæmda við morðið. Margir nágrannar parsins komu fyrir dóm og sögðust hafa heyrt öskur og læti úr íbúð þeirra kvöldið sem Wilma hvarf.

Hinn dæmdi neitaði sök og hélt því fram að hann viti ekki hvað varð af Wilma.

Dómurinn lagði ekki trúnað á þetta og fann ekkert sem gæti mildað dóminn yfir manninum og því var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir fann hrollvekjandi bréf á eldhúsborðinu – Daginn eftir fannst dóttir hennar myrt

Móðir fann hrollvekjandi bréf á eldhúsborðinu – Daginn eftir fannst dóttir hennar myrt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Notuðu AirTag til að elta fórnarlömbin: „Versta martröð hverrar fjölskyldu“

Notuðu AirTag til að elta fórnarlömbin: „Versta martröð hverrar fjölskyldu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa