fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Gaui Þórðar baunar á leikmann: Eins og jólatré – ,,Veit ekki á hvaða sveppum hann var á“

Victor Pálsson
Laugardaginn 4. júlí 2020 08:00

Guðjón Þórðarson. © 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfari, var gestur í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf fyrir helgi.

Guðjón er nafn sem flestir landsmenn kannast við en hann var síðast þjálfari NSÍ í færeysku úrvalsdeildinni.

Í þættinum ræddi Guðjón á meðal annars umdeilt mark Víkinga í síðustu umferð úrvalsdeildar karla gegn FH.

Óttar Magnús Karlsson var fljótur að hugsa og tók aukaspyrnu snögglega þegar leikmenn FH voru að nöldra í dómara leiksins.

Dómarinn flautaði leikinn ekki af stað á ný og vildu margir meina að markið hafi ekki átt að standa.

Guðjón er hins vegar ósammála því og gagnrýnir markvörð FH sérstaklega, Gunnar Nielsen, sem var ekki á sínum stað þegar Óttar tók spyrnuna.

,,Það er bara þannig að þegar það er aukaspyrna þá þarf dómarinn ekki að flauta á aftur, þú getur sett hendina á boltann og stoppað hann, það eina sem er krafist er að boltinn sé kyrr. Í þessu tilfelli er hann kyrr og hann getur tekið hann,“ sagði Guðjón.

,,Hins vegar er það kannski villandi að dómarinn kemur svona skokkandi í áttina að þessu atviki í stað þess að fara inn á vítateigsmiðju þar sem væntanlegt átakasvæði verður. Hann þarf ekki að flauta þetta á.“

,,Það sem gerist er að menn temja sér þann ósið að tuða, nöldra og röfla yfir öllum sköpuðum hlutum. Gunnar í markinu, ég veit ekki á hvaða sveppum hann var þarna.“

,,Hver á að passa markið? Hvað er hann að standa þarna úti í teig eins og jólatré. Hann á bara að koma sér í markið og taka sína stöðu. Skyldan er sú að þegar aukaspyrna er flautuð þá áttu að undirbúa varnarvinnu. FH-ingarnir voru ekkert að gera það.“

,,Málið er það að FH-ingar voru ekki með hausinn rétt stilltann í þessum leik. Þetta kristallar bara leikinn þeirra, þessi útfærsla af þessari aukaspyrnu eða sofandagangur FH í henni. Ég tel þetta gott og gilt mark. Ég hefði verið brjálaður sem þjálfari hefði þetta verið flautað af mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Telja að Ísland fái högg í magann og að draumurinn verði úti annað kvöld

Telja að Ísland fái högg í magann og að draumurinn verði úti annað kvöld
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Snýr aftur til PSG eftir misheppnaða lánsdvöl

Snýr aftur til PSG eftir misheppnaða lánsdvöl
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Glódís eina spurningamerkið

Glódís eina spurningamerkið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Í gær

Allir á einu máli um Höllu forseta

Allir á einu máli um Höllu forseta