fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Tæplega tvö þúsund strákum boðið á samkomu í kvöld: ,,Enginn sem setur út á að þeir séu að hittast“

Victor Pálsson
Föstudaginn 3. júlí 2020 20:45

Mynd: N1 mótið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Stefánsson, af stjórnendum N1 mótsins á Akureyri, ræddi við 433.is í kvöld varðandi samkomu sem er á dagskrá í kvöld fyrir iðkendur keppninnar.

433.is fékk ábendingu fyrr í kvöld þar sem greint var frá því að öllum strákum mótsins hafi verið boðið á svokallaða kvöldvöku í KA höllinni sem hefst klukkan 20:30. Rapparinn Herra Hnetusmjör sér um að hita upp.

Ágúst segir að þessi samkoma sé aðeins fyrir börn mótsins og verða engir fullorðnir á staðnum. Tæplega tvö þúsund krakkar gætu látið sjá sig að hans sögn.

Að sama skapi segir Ágúst að engar kvartanir hafi borist vegna samkomunnar og að farið sé eftir öllum reglum í samstarfi með yfirvöldum og landlæknum.

,,Já það er rétt en það verða engir fullorðnir á svæðinu. Við erum búin að vinna þetta algjörlega með yfirvöldum og landlæknar voru með í þessu til að athuga hvort allt væri í standi og þetta er allt innan reglna yfirvalda að það sé enginn fullorðinn,“ sagði Ágúst við 433.is.

,,Það er 100 prósent verið að fara eftir öllum öryggisreglum í samstarfi við landlækni. Í heildina eru þetta 1,940 strákar á mótinu í heildina en hvort þeir mæti allir í kvöld er spurning. Þetta gætu mest orðið 1,940 strákar í kvöld.“

,,Við höfum aðallega fengið kvartanir yfir því að fólk fái ekki að vera með á skemmtuninni en það er enginn sem setur út á að þeir séu að hittast þarna strákarnir.“

N1 mótið er knattspyrnumót fyrir yngri stráka og er á dagskrá 1. til 4. júlí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gleymdu að slökkva á hljóðnema Rooney – Hlustaðu á umræðuna sem átti aldrei að fara í loftið

Gleymdu að slökkva á hljóðnema Rooney – Hlustaðu á umræðuna sem átti aldrei að fara í loftið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrír miðjumenn orðaðir við United – Sagðir vilja fá inn leikmann í janúar

Þrír miðjumenn orðaðir við United – Sagðir vilja fá inn leikmann í janúar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Á von á dómi og viðurkennir að hafa deilt myndefni af ólögráða einstaklingum

Á von á dómi og viðurkennir að hafa deilt myndefni af ólögráða einstaklingum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fékk óvæntar 133 milljónir endurgreiddar frá skattinum

Fékk óvæntar 133 milljónir endurgreiddar frá skattinum
433Sport
Í gær

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“
433Sport
Í gær

Varpar fram kenningu um eldræðu Heimis um Arnar Svein – „Það er allt útpælt sem þessi gæi segir“

Varpar fram kenningu um eldræðu Heimis um Arnar Svein – „Það er allt útpælt sem þessi gæi segir“