fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Eitt hæsta áfengisverð heims er á Íslandi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. júní 2020 17:00

Er áfengi of dýrt hér á landi?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verð á áfengi ræðst að miklu leyti af almennum framfærslukostnaði í hverju landi en á því eru þó undantekningar eins og sjá má af lista sem Qvartz hefur tekið saman yfir verðlag á áfengi víða um heim miðað við meðalverð á heimsvísu. Listinn er byggður á tölum frá Alþjóðabankanum og nær til 167 landa. Niðurstaðan að áfengisverð hér á landi er það fjórða hæsta í heiminum.

Barein trónir á toppnum en þar er áfengisverð 345% yfir alþjóðlegu meðalverði. Turks and Caicos eyjur eru í öðru sæti en þar er verðið 176% yfir alþjóðlegu meðalverði. Íran er í þriðja sæti en þar er verðið 175% yfir alþjóðlegu meðalverði. Ísland er síðan í fjórða sæti en hér á landi er meðalverðið 150% yfir alþjóðlegu meðalverði. Singapore kemur þar næst með 143% hærra verð en meðalverðið er á heimsvísu. Noregur er í áttunda sæti listans en þar er verðið 129% hærra en alþjóðlegt meðalverð.

Áfengisverðið í Barein er ekki í takt við almennt verðlag í landinu en þar er almennt verðlag 25% lægra en alþjóðlegt meðalverð. Qvartz segir að þetta sýni að aðrir þættir, eins og skattar og gjöld, hafi áhrif á áfengisverðið.

Í Þýskalandi er meðalframfærslukostnaður 25% yfir alþjóðlegu meðaltali en áfengisverð er 23% undir alþjóðlegu meðalverði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi