fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fókus

Magnús segir að Síminn sé með þjófavörn á þáttum um Stellu Blómkvist

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. nóvember 2017 10:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Áhorfendur munu hvorki sjá né finna fyrir þessari vörn okkar og grípum við einungis til þessara upplýsinga ef við sjáum þáttinn dúkka upp á þekktum, ólöglegum niðurhalssíðum,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri afþreyingamiðla og sölu Símans, í samtali við Nútímann.

Þar er greint frá því að Síminn hafi hannað þjófavörn sem á að geta rakið það hver deilir þáttunum á vinsælum skráarskiptasíðum á netinu, komi til þess. Mjög algengt er að íslenskir, jafnt sem erlendir sjónvarpsþættir, dúkki upp á torrent-síðum á netinu.

Að því er fram kemur í frétt Nútímans er um íslenska hönnun að ræða en með vörninni er hægt að rekja hvaðan þátturinn kom, hvaða áskrifandi setti þáttinn á netið.

Magnús segir að þættirnir um Stellu sé ein stærsta framleiðslan á innlendum sjónvarpsmarkaði, en alls verður um sex þætti að ræða. „Við grípum því til þess ráðs að verjast ólöglegri dreifingu með þessum hætti því mikilvægt er að verja þessa stóru fjárfestingu svo við getum áfram tekið þátt í að framleiða vandað íslenskt efni á sanngjörnu verði fyrir viðskiptavini okkar,“ segir Magnús.

Á vef Símans um þættina segir: „Þættirnir um Stellu Blómkvist eru byggðir á bókunum um lögfræðinginn sem enginn veit hver skrifaði. Þættirnir eru sex talsins og segja þrjár ólíkar sögur af lögfræðingnum, sem glímir við glæpaheiminn – sem teygir anga sína alla leið inn í stjórnarráðið.

Þættirnir um lögfræðinginn Stellu Blómkvist bera hæst í dagskrá Símans í vetur en Síminn hefur í samstarfi við Sagafilm framleitt þættina til alþjóðlegrar dreifingar. Þeir verða aðgengilegir í Sjónvarpi Símans frá 24. nóvember og í opinni dagskrá Sjónvarps Símans síðar í vetur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír
Fókus
Fyrir 5 dögum

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði
Fókus
Fyrir 1 viku

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“
Fókus
Fyrir 1 viku

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna