fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fókus

Elísabet fékk alveg nóg og missti 17 kíló á þremur mánuðum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 16. júní 2020 18:30

Elísabet Svava.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet Svava Sigurðardóttir er 24 ára einkaþjálfari og förðunarfræðingur. Hún vinnur í afgreiðslu í World Class og keyrir leigubíl einstaka sinnum.

„Ég er að taka námskeið í næringafræði og byrja í Háskóla Íslands í haust í íþrótta- og heilsufræði. Ég hef alltaf haft áhuga á hreyfingu og útivist og svo er ég mikill dýravinur og á litla Miniature Pincher tík sem heitir Mía,“ segir Elísabet.

Undanfarna þrjá mánuði hefur Elísabet misst 17 kíló. Hún deildi „fyrir og eftir“ mynd af sér í Facebook-hópinn Motivation stelpur og uppskar þar mikil viðbrögð. Hún fékk yfir 400 „likes“ á innan við tveimur klukkustundum og fjölda fyrirspurna um hvernig hún fór eiginlega að þessu. Við fengum Elísabetu til að segja okkur hvað hún gerði og hvaða ráð hún gefur öðrum.

Elísabet er dugleg að ganga á fjöll.

Fékk nóg

Elísabet segir að hún hafi fengið algjörlega nóg af sér þegar hún ákvað að fara í átak.

„Mér leið alls ekki vel, hvorki andlega né líkamlega. Það koma stundum tímabil þar sem ég hætti að hreyfa mig og geri ekki annað en að sofa eftir vinnu og borða nammi eða óhollan mat, sem er alls ekki ég þar sem ég er mjög virk manneskja og þarf alltaf að vera að gera eitthvað,“ segir Elísabet.

„Ég tók þessa „fyrir“ mynd af mér og hún var svolítið eins og blaut tuska í andlitið þar sem ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað ég hafði bætt á mig. Eftir þetta keyrði ég mig af stað,“ segir Elísabet og vísar í myndina hér að neðan til vinstri. Elísabet leit alls ekki illa út en segir að sig hafi vantað styrk og ekki liðið vel.

Fyrir og eftir.

Elísabet missti 17 kíló á þremur mánuðum. Hún segir að hún hafi notað það sem hún lærði í einkaþjálfaranáminu og í næringarnámskeiðinu.

„Ég bjó til æfingarprógramm og fór eftir því. Ég einblíndi á þetta svokallaða „stundarglasa-vaxtarlag“ (e. hourglass figure) og vann út frá því. Ég gekk líka á hverjum degi og stundum oft á dag þar sem ég er með hund sem þarf hreyfingu. Ég gerði lista með fjöllum sem ég ætla að ganga í sumar, og hef þegar gengið upp tólf fjöll síðan í apríl, sum þeirra oft. Ég gerði einnig matarprógram sem ég fór eftir, en borðaði bara hreinan og hollan mat. Ég borðaði aldrei yfir 1500 kaloríur og fastaði alltaf 16:8. Auðvitað tók ég svindldaga inn á milli en ekki endilega í hverri viku,“ segir Elísabet. Hún segist einblína nú á að móta sig frekar en að grennast meira. Hún leggur upp með að vera hraust frekar en grönn.

Andleg vellíðan

Elísabet segir að andleg vellíðan og hreyfing haldast í hendur. „Ef ég hreyfi mig ekki þá líður mér ekki vel. Ég hef líka verið að vinna að því að sætta mig við sjálfa mig og elska mig eins og ég er. Þetta var bara ákvörðun. U-beygja bæði líkamlega og andlega. Það gerir ekkert gott fyrir mann að hanga heima og gera ekkert,“ segir hún.

Ráðið sem hún gefur öðrum er að stunda sjálfsást. „Elskaðu þig eins og þú ert. Ef þú vilt breyta og bæta þig gerðu það með því hugarfari að elska þig alla leið. Ef þú veist ekki hvar þú átt að byrja hafðu þá samband við þjálfara sem getur hjálpað þér af stað.“

https://www.instagram.com/p/CBGq9UeAe1N/

Rútínan í dag

Elísabet segir að henni hefur aldrei liðið jafn vel, bæði líkamlega og andlega. Hún hefur einnig aldrei verið í eins góðrí rútínu . „Ég vakna alltaf á bilinu sex til átta og fer í vinnu eða í ræktina, og/eða fjallgöngur. Ég held mér í góðri rútínu og er alltaf sofnuð í síðasta lagi um miðnætti svo ég nái almennilegum svefn. Ég sef að lágmarki í átta tíma þar sem svefninn spilar stórt hlutverk í þessu öllu saman,“ segir Elísabet.

Elísabet er þessa dagana að fullkomna æfingarprógrammið og mun koma til með að gefa það út á næstu vikum. „Ég er einnig að byrja að taka að mér kúnna í fjarþjálfun frá og með 1. júlí.“

Þú getur fylgst með Elísabetu á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar
Fókus
Í gær

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi – Hélt hún væri að fara á stefnumót

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi – Hélt hún væri að fara á stefnumót
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líf stjörnunnar orðið að algjöru helvíti í fangelsinu – Trúði því aldrei að hans fyrrverandi gæti verið svona grimm

Líf stjörnunnar orðið að algjöru helvíti í fangelsinu – Trúði því aldrei að hans fyrrverandi gæti verið svona grimm
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs