fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

Skoðanakannanir benda í eina átt – Trump nær ekki endurkjöri

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. júní 2020 07:00

Trump og Biden. Mynd/samsett Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í nóvember og kosningabaráttan er þegar hafin. Donald Trump, sitjandi forseti, mun takast á við Joe Biden, fyrrum varaforseta, um embættið. 53 skoðanakannanir hafa verið gerðar að undanförnum um hug kjósenda og er óhætt að segja að niðurstöðurnar bendi í eina átt. Trump nær ekki endurkjöri.

Í könnunum var niðurstaðan að Biden er með mun meira fylgi eða 8 prósentustig að meðaltali. Í 51 könnun naut Biden meira fylgis en í tveimur mældist fylgi þeirra hið sama. Það er því á brattann að sækja fyrir Trump og virðast áherslumál hans þessar vikurnar ekki falla vel í kramið hjá kjósendum.

Nú leggur hann aðallega áherslu á lög og reglu í kosningabaráttu sinni en það hefur ekki skilað tilætluðum árangri, eiginlega þvert á móti.

Vaxandi pólitísk einangrun

Há stálgirðing í kringum Hvíta húsið á að vernda Trump fyrir reiðum mótmælendum sem hafa mótmælt drápi lögreglunnar á George Floyd og kynþáttamisrétti í Bandaríkjunum. En margir íbúar höfuðborgarinnar líta frekar á girðinguna sem tákn um vaxandi pólitíska einangrun Trump og skorti hans á því að geta áttað sig á hvernig landið liggur hverju sinni.

Samflokksmenn hans eru meira að segja farnir að láta óánægju sína og andstöðu við hann í ljós. Mitt Romney, þingmaður repúblikanaflokksins, tók til dæmis þátt í mótmælum við Hvíta húsið nýlega. Hann var eini öldungardeilarþingmaður repúblikana sem greiddi atkvæði með því að sakfella skyldi Trump þegar fulltrúadeildin höfðaði mál á hendur honum til embættismissis í upphafi árs. Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður frá Alaska, sagði nýlega að hún sé ekki viss um að hún muni kjósa Trump í nóvember.

Það er kannski ekki að furða að margir samflokksmenn Trump séu farnir að hafa efasemdir um ágæti þess að styðja hann því þeir þurfa margir sjálfir að huga að endurkjöri en kosið verður um hluta þingsæta í báðum deildum þingsins samhliða forsetakosningunum. Ekki er talið útilokað að repúblikanar muni missa meirihluta sinn í öldungadeildinni en demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni.

Eins og fyrr sagði þá sýnir meðaltal 53 nýlegra skoðanakannana að Biden nýtur 8 prósentustiga forskots á Trump. Þetta virðist vera farið að segja til sín innan repúblikanaflokksins.

Líklegt má telja að veikburða og ómarkviss stefna Trump í tengslum við heimsfaraldur kórónuveiru og efnahagslegra áhrifa hennar auk mótmælanna í kjölfar drápsins á George Floyd hafi neikvæð áhrif fyrir Trump.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni