fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fókus

Þóra Sigurðardóttir: Veitingarekstur á Íslandi er „brútal“

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 12. júní 2020 07:00

Þóra Kolbrá Sigurðardóttir er gjarnan með mörg járn í eldinum og gaf nýverið út endurbætta útgáfu af Foreldrahandbókinni sem er eins konar biblía nýbakaðra foreldra. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þóra Kolbrá Sigurðardóttir neyddist til að endurskoða líf sitt eftir að hafa ofkeyrt sig í vinnu. Hún var með sífellt samviskubit gagnvart börnunum en nýtir nú hverja stund til að vera með þeim. Þóra er í forsíðuviðtali í nýjasta helgarblaði DV.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Þóra komst fyrst í kastljósið sem annar umsjónarmanna Stundarinnar okkar. Hún og leikarinn Jóhann G. Jóhannsson stýrðu þættinum með miklum sóma á árunum 2002–2007 og brugðu sér gjarnan í hlutverk þeirra Birtu og Bárðar.

Þóra er gift Völundi Snæ Völundarsyni, betur þekktur sem Völli Snær, og lengi vel ráku þau veitingastaði við góðan orðstír. Þegar þau kynntust rak Völli veitingastað á Bahamaeyjum. „Við hittumst á Bahamas 5. maí 2005. Ég fór heim til Íslands tveimur vikum seinna en hann kom heim um sumarið og þá byrjuðum við saman. Ég var úti hjá honum í nóvember og þá ákvað hann að biðja mín, reyndar eftir að ég var búin að segja honum að ég hefði fullan hug á að giftast honum. Við giftum okkur sumarið 2006 en höfðum þá aldrei búið saman.“ Þegar þau fluttu aftur til Íslands tók við rekstur á Pallinum á Húsavík, Borginni restaurant á Hótel Borg og Nora Magasin.

„Ég held rosalega mikið með veitingabransanum á Íslandi. Áður en við Völli helltum okkur saman í veitingabransann hér hafði ég bara reynslu af rekstrinum á Bahamas þar sem rekstrarumhverfið er mun einfaldara. Hér unnum við allan sólarhringinn og bara kláruðum okkur alveg. Þetta er „brútal“ bransi hér. Fólk heldur oft að veitingamenn séu að okra á því og veitingafólk hafi það upp til hópa svakalega fínt. Þetta er hins vegar hörkupúl og fáir endast lengi,“ segir hún.

Þóra segir þau hjónin ekki hafa hug á því að snúa aftur í veitingahúsarekstur. „Að vera í þeirri stöðu að þurfa að vinna á aðfangadagskvöldi ár eftir ár er galið. Sérstaklega þar sem ég var ekki að bjarga mannslífum. Ég var bara að þjóna til borðs, brosa og taka við skömmum frá fólki sem vildi fá matinn strax en þurfti að bíða aðeins lengur því eldhúsið var undirmannað. Á meðan biðu börnin heima í sparifötunum.“

Viðtalið í heild sinni er aðgengilegt í helgarblaði DV.

Ofbeldi í garð lögreglu algengt á Íslandi

Þórunn Kristjánsdóttir er gift lögreglumanni sem varð fyrir mjög grófu ofbeldi í einu útkalli. Meistaraverkefni hennar í félagsfræði fjallar um upplifun lögreglumanna á streitu og ofbeldi. „Eins og í sumar, þá fórum við í eftirlit í eina íbúð og það var bara eitt. Þegar við ruddumst inn var þar haglabyssa. Þá hugsar maður já okei, við vitum aldrei hvað maður er að fara inn í,“ segir einn viðmælandi hennar. Ítarlega er fjallað um verkefnið í blaðinu.

Svakalegustu svikamál Íslands

Tvö alvarleg mál hafa komið upp síðastliðnar vikur þar sem konum er gefið að sök að hafa annars vegar villt á sér heimildir með háskalegum hætti, í svokölluðu bakvarðarmáli, og hins vegar stolið umtalsverðum eigum og tugum milljóna af heilabiluðum systrum. Fjallað er um þekkt svikamál  í nýjasta DV, svo sem stóra Ikeamálið, súkkulaðisvindlarann Karl Olgeirsson og iPhonesvindl Halldórs Viðars Sanne.

Sagt að ég fengi aldrei vinnu

Fyrirsætan Sif Saga hefur verið á forsíðum glanstímarita á borð við Elle og Harper’s Bazaar. Hún sat fyrst fyrir sextán ára en sama ár fékk hún flog eftir mjög slæmt kvíðakast. Sif hefur fundið fyrir mikilli pressu frá bransanum um útlit sitt og fékk hörð viðbrögð þegar hún mætti til vinnu með hormónaútbrot.

Fastir liðir eru að sjálfsögu á sínum stað í helgarblaðinu, svo sem Tímavélin, Á ferð um landið, Una í eldhúsinu, krossgátan og fjölskylduhornið. Hér er hægt að kaupa áskrift: dv.is/skraning

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Kardashian-fjölskyldan í áfalli: Náin vinkona Caitlyn Jenner lést í bílslysi aðeins 29 ára gömul

Kardashian-fjölskyldan í áfalli: Náin vinkona Caitlyn Jenner lést í bílslysi aðeins 29 ára gömul
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín segist ekki geta starfað eðlilega eftir krabbameinsmeðferðina – „Mjög erfitt“

Katrín segist ekki geta starfað eðlilega eftir krabbameinsmeðferðina – „Mjög erfitt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kate Beckinsale útskýrir af hverju hún er búin að grennast svona mikið

Kate Beckinsale útskýrir af hverju hún er búin að grennast svona mikið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórstjarnan lét óræða athugasemd falla um erfiðleika lífsins

Stórstjarnan lét óræða athugasemd falla um erfiðleika lífsins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ástarleikur: Eiður Smári og Halla Vilhjálms saman í golfi

Ástarleikur: Eiður Smári og Halla Vilhjálms saman í golfi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Haukur varð vitni að spauglegu atviki – „Hvað sagði konan aftur að ég notaði í skóstærð?“

Haukur varð vitni að spauglegu atviki – „Hvað sagði konan aftur að ég notaði í skóstærð?“