fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Pressan

WHO hrósar Finnum fyrir aðgerðir gegn reykingum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. júní 2020 18:32

Reykingar hafa skelfileg áhrif á ungt fólk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hrósar Finnum fyrir árangur þeirra í baráttunni gegn reykingum. Þarlendum yfirvöldum hefur tekist að takmarka vöxt rafrettureykinga og um leið hefur þeim sem reykja fækkað.

WHO segir að Finnar hafi sýnt fram á að það sé hægt að mjakast nær reyklausu samfélagi án þess að fólk snúi sér að öðrum valkostum á borð við rafrettur.

Á síðustu 20 árum hefur reykingafólki í Finnlandi fækkað úr því að vera um fjórðungur þjóðarinnar í 14%. Þá er átt við þá sem reykja daglega. Samtímis hefur tekist að halda fjölda þeirra sem nota rafrettur niðri en aðeins um 1% þjóðarinnar notar rafrettur.

„Finnar hafa sýnt að það er hægt að draga úr fjölda reykingamanna án þess að notendum rafretta fjölgi samtímis.“

Segir í yfirlýsingu frá WHO.

Fyrir tíu árum var gripið til metnaðarfullra aðgerða, sem byggja á lagasetningu, sem eiga að gera út af við reykingar í landinu fyrir 2040. Fyrir fjórum árum var bætt við lögin til að sporna við notkun rafretta. Þá var bannað að auglýsa rafrettur og aldurstakmark var sett á kaup á þeim og vörum þeim tengdum. Einnig var bannað að selja tóbak með bragði í rafretturnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum
Pressan
Fyrir 4 dögum

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð