fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fókus

David Cassidy látinn

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 25. nóvember 2017 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn og söngvarinn David Cassidy er látinn, 67 ára gamall. Hann hafði þjáðst af heilabilun en banamein hans var lifrarbilun. Hann fæddist árið 1950 og öðlaðist mikla frægð fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum The Partridge Family sem fjölluðu um söngelska fjölskyldu. Hann var einnig þekktur söngvari en lag hans I Think I Love You komst í efsta sæti Billboard-listans á sínum tíma. Tvítugur var hann orðinn einn þekktasti sjónvarpsleikari og söngvari Bandaríkjanna. Ýmsar vörur tengdar nafni hans voru settar á markað, þar á meðal morgunkorn og leikföng. Árið 1974 hætti hann leik í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum og einbeitti sér að söngferlinum.

Einkalíf hans var skrautlegt. Hann kvæntist þrisvar og skildi jafn oft. Hann eignaðist tvö börn en viðurkenndi að hafa lítið sem ekkert samband við annað þeirra. Hann barðist við áfengissýki og var nokkrum sinnum handtekinn fyrir ölvunarakstur. Hann sólundaði auði sínum og árið 1980 sagðist hann enga peninga eiga. Árið 2015 lýsti hann sig gjaldþrota. Fyrr á þessu ári hætti hann að skemmta og sagði ástæðuna þá að hann hefði greinst með heilabilun. Skömmu áður hafði hann komið fram á tónleikum þar sem hann mundi ekki textann og féll af sviðinu. Bæði móðir hans og afi höfðu þjáðst af heilabilun, sjúkdómi sem hann hafði sjálfur óttast mjög að fá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Í gær

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Að finna von í myrkrinu – Bergdís segir sína sögu

Að finna von í myrkrinu – Bergdís segir sína sögu