fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fókus

Orðabanki Birtu: Hundslappadrífa

Stórar, fallegar flyksur sem falla rólega af himnum ofan

Margrét Gústavsdóttir
Sunnudaginn 12. nóvember 2017 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðabanki Birtu: Hundslappadrífa

Nú þegar snjóað hefur í Esjuna er tilvalið að fjalla um þetta skrítna og skemmtilega orð yfir uppáhaldstegund okkar af snjókomu, – nefnilega þessar fallegu mjúku flyksur sem minna á hinn fullkomna jólasnjó. Ævintýraleg Disney-jól.

Orðið hundslappadrífa er myndað úr samsetta orðinu hunds-lappir og orðinu drífa sem merkir einfaldlega snjókoma. Hundslappadrífa er mikil og stórflygsótt snjókoma í logni, einnig nefnd skæðadrífa eða logndrífa. Fyrir vestan er snjókoma í logni einnig nefnd kafaldsmyglingur, hjaldur, lognkafald eða ryk.

„Þau tóku undir sig stökk, hún á undan, og hnipruðu sig í skjól undir slútandi kletti og horfðu um stund agndofa á haglið, hvernig það buldi á fjörugrjótinu; smámsaman mýktist það, breyttist fyrst í hundslappadrífu, síðan slyddu, seinast hreint regn.“

Halldór Laxness, Salka Valka – Þú vínviður hreini, 16. kafli, síða 141

Hundslappadrífa

KVK
• mikil og stórflygsótt snjókoma í logni, skæðadrífa

Samheiti
hrognkelsadrífa, logndrífa, skæðadrífa, molla, molludrífa, molluhríð, síladrífa, snjókoma, snjómugga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Felix fellur í kramið hjá Finnum

Felix fellur í kramið hjá Finnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjö mánuðir síðan Einar Bárðar fór í hárígræðslu – Svona lítur hann út í dag

Sjö mánuðir síðan Einar Bárðar fór í hárígræðslu – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

OnlyFans-stjarnan Mary Magdalene er látin

OnlyFans-stjarnan Mary Magdalene er látin
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er oft spurður að því hvernig ég fari að því að láta hestana elta mig“

„Ég er oft spurður að því hvernig ég fari að því að láta hestana elta mig“