fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Matur

Graskerskaka Bergrúnar Írisar sem bráðnar í munni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 24. maí 2020 09:59

Bergrún Íris.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barnabókahöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir deildi með okkur fyrir skemmstu hvað hún borðar á venjulegum degi. Hún deilir hér uppskrift að graskersböku sem er í miklu uppáhaldi hjá henni.

Sjá einnig: Hélt aðeins of lengi augnsambandi við rollu í hríðum

Graskerskaka með rjómaostskremi

Hráefni

3 egg (eða hörfræmjöl blandað í vatn)
225 g púðursykur
½ dl matarolía
½ dl jurta- eða kúamjólk
225 g hveiti
2 tsk. lyftiduft
2 tsk. kanill
300 g grófsaxað squash grasker
75 g rúsínur eða döðlur, ef vill

Krem

125 g hreinn rjómaostur eða vegan rjómaostur
50 g flórsykur

Aðferð:

  1. Eggjum og púðursykri hrært vel saman. Matarolíu og mjólk bætt saman við. Blandið saman hveiti, kanil og lyftidufti og hrærið út í deigið. Graskeri og rúsínum/döðlum bætt í.
  2. Hellið deiginu í smurt bökunarform og bakið kökuna í miðjum ofni við 180°C í ca 40 mínútur. Hrærið rjómaosti saman við flórsykur þar til úr verður krem.
  3. Kælið kökuna og smyrjið kreminu á.
  4. Ég skreytti kökuna með heslihnetum og kókosflögum en það má nota hvað sem er, eða láta kremið duga.
  5. Verði ykkur að góðu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“