fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Segir að Trump eigi ekki að taka malaríulyf því hann sé „sjúklega feitur“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. maí 2020 07:05

Donald Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump,  Bandaríkjaforseti, skýrði frá því í vikunni að hann hefði tekið lyfið hydroxychloroquine daglega undanfarna viku og væri ekki með nein einkenni COVID-19.  Trump hefur áður mælt með notkun lyfsins í baráttunni gegn COVID-19 en læknar eru honum ekki sammála og segja ekki sannað að það komi að gagni.

Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, gagnrýnir þessa lyfjanotkun forsetans og segir að hann eigi ekki að taka ósamþykkt lyf í forvarnarskyni því hann sé „sjúklega feitur“.

„Hvað varðar forsetann, þá er hann forsetinn okkar og ég vildi frekar að hann sleppti því að taka eitthvað sem hefur ekki verið samþykkt af vísindamönnum, sérstaklega með tilliti til aldurs hans og, eigum við að segja þyngdar, hann er sjúklega feitur segja þeir. Svo ég held að þetta sé ekki góð hugmynd.“

Sagði hún í samtali við CNN.

Trump, sem er 73 ára, fór yfir það viðmið sem er notað fyrir of feitt fólk í febrúar á síðasta ári en þá mældist BMI stuðull hans 30,4. Talað er um sjúklega offitu ef stuðullinn er hærri en 40.

Anthony Fauci, forstjóri bandarísku Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunarinnar, hefur sagt að engar sannanir séu fyrir að hydroxychloroquine komi í veg fyrir kórónuveirusmit en að vísbendingar væru um að það gæti gagnast við meðferð smitaðra.

Niðurstöður rannsóknar, sem hafa verið birtar í læknaritinu BMJ, sýna að ekki var marktækur munur á bata þeirra sjúklinga sem fengu lyfið og þeirra sem fengu það ekki. Bandaríska lyfjaeftirlitið hefur varað við notkun lyfsins hjá COVID-19 sjúklingum vegna hættu á að það valdi hjartsláttarvandamálum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið